Styrkir/starfslaun fyrir ungt listafólk

Myndlistarfólk yngra en 35 ára getur sótt um 2,5 milljóna króna styrk hjá stofnun Wilhelms Beckmann,

Stofnun Wilhelms Beckmann, sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 790/2013, auglýsir eftir umsóknum um starfslaun/styrk fyrir ungt myndlistarfólk (yngri en 35 ára) skv. reglum þar að lútandi en þar segir:

Styrki/starfslaun er heimilt að veita myndlistarfólki sem starfa að höggmyndalist, tréskurðarlist og annarri mótunarlist (skúlptúr), listteikningu, listskrift, málaralist, listrænni ljósmyndun, grafíklist, þráðlist (textíllist) og leirlist (keramík).

Heildarfjárhæðin, 2,5 milljónir króna, jafngildir starfslaunum í þrjá til sex mánuði eftir því hvort einn eða fleiri styrkir eru veittir.

Þriggja manna matsnefnd fer yfir umsóknir og mælir með einum eða fleiri umsækjendum. Stjórn Stofnunar Wilhelms Beckmann tekur endanlega ákvörðun um styrkþega. Listamennirnir eiga eignar- og höfundarrétt verka sinna.

Umsóknir með ferilsskrá og greinargóðri lýsingu á verkefni/verki sem umsækjandi hyggst vinna að, hvar/hvenær, skulu berast til gerdarsafn@kopavogur.is fyrir kl. 12 á hádegi 3. nóvember 2022.


Wilhelm Ernst Beckmann (1909-1965) var fyrsti bæjarlistamaður Kópavogs. Hann kom til Íslands
árið 1935 á flótta frá Hitlers-Þýskalandi og settist hér að. Hann vann um árabil við útskurð og skúlptúragerð, málaði og teiknaði myndir og
vann við grafíska hönnun. Eftir hann liggja margvísleg tréskurðarverk, mörg með trúarlegri skírskotun, og smærri hlutir úr tré, beini, horni og
silfri.

Börn Wilhelms og Valdísar Einarsdóttur höfðu frumkvæði að því að Stofnun Wilhelms Beckmann var sett á laggir árið 2013 til að kynna listamanninn, halda nafni hans á lofti og styrkja efnilega myndlistarmenn til verka.

Bókin Beckmann, um ævi og feril listamannsins, kom út haustið 2020. Gert er ráð fyrir því að á árinu 2023 verði ný heimildamynd um Beckmann sýnd á RÚV.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

22
sep
Gerðarsafn
12:00

Gluggar Gerðar

23
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

24
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR