Ertu 8-15 ára og býrð í Kópavogi?

Kópavogsbær auglýsir eftir börnum á aldrinum 8-15 ára til taka þátt í verkefninu Ungir sýningarstjórar, á vegum Vatnsdropans, norræns samstarfsverkefnis bæjarins við H.C. Andersen safnið í Danmörku, Múmín safnið í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi.

Kópavogsbær auglýsir eftir börnum á aldrinum 8-15 ára til taka þátt í verkefninu Ungir sýningarstjórar, á vegum Vatnsdropans, norræns samstarfsverkefnis bæjarins við H.C. Andersen safnið í Danmörku, Múmín safnið í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi. Verkefnið snýst um að börnin stýri listrænni sýningu sem sett verður upp í Kópavogi og einu af samstarfslandi Vatnsdropans.

Verkefni ungra sýningarstjóra síðasta vetur snérust um norrænar barnabókmenntir og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 15, Líf á landi. Öll þau verkefni sem litu dagsins ljós voru hugarfóstur ungu sýningarstjóranna. Í ár verður unnið með tvö heimsmarkmið, nr. 5 um jafnrétti og nr. 11 um sjálfbærar borgir og samfélög í tengslum við bókmenntirnar.

Ljósmyndasýning, ljóðabók og lífræn ræktun
Inga Bríet Valberg, 9 ára, var einn ungra sýningarstjóra síðasta vetur og stóð þá meðal annars að ljósmyndasýningu. Hún segir ferlið  allt hafa verið æðisleg. ,,Það voru margir skemmtilegir krakkar sem sköpuðu gott teymi. Mér leið mjög vel og hlakkaði alltaf til að mæta í næsta tíma“ segir hún. ,,Það var rosa gaman á Vatnsdropahátíðinni og skemmtilegt að sjá verkin okkar“.

Héðinn Halldórsson, 11 ára, var einnig í hópi ungra sýningarstjóra en hann gerði meðal annars ljóðabók.,,Vatnsdropinn var skemmtilegt og skapandi verkefni. Við héldum meðal annars ráðstefnu með sérfræðingum sem ég lærði mikið af. Útkoman úr verkefnunum var frábær og uppskeruhátíðin gekk svaka vel“.

Sigurlín Viðarsdóttir, 14 ára, vann að matarsóun og lífrænni ræktun. ,,Mér fannst ferlið mjög skemmtilegt. Það var gott að geta sagt frá hugmyndum sínum og það var æðislegt að sjá allt koma saman í flottri sýningu. Mér leið alltaf vel þegar ég mætti á fundi. Það var gaman að tala við krakkana og það var gott að vera með fólki sem hafði sama áhuga á náttúrunni. Ég er mjög stolt af sýningunni. Ég lærði mikið um það hvernig það er að setja saman sýningu og niðurstaðan var að mínu mati fullkomin“ .

Öll áhugasöm börn hvött til að sækja um
,,Við hvetjum öll börn sem áhuga hafa á að vinna að skapandi verkefnum að sækja um“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ en síðastliðin tvö ár hafa ungir sýningarstjórar komið að uppsetningu listsýninga, viðburða og umræðna um málefni sem þeir hafa áhuga á og brenna fyrir. ,,Vatnsdropinn snýst um að valdefla börn, að þau sýni okkur hvernig menning þau vilji að sé í boði fyrir börn“ útskýrir Soffía..

Hún segir það sérlega ánægjulegt að fylgjast með börnunum fara með opnum huga í það skapandi ferli sem verkefnið krefjist, að sjá þau uppgötva og ákveða hvernig þau vilji stýra verkefninu þannig að sem flest börn geti notið þess. ,,Í vetur fara koffort á milli grunnskóla bæjarins með verkefnum unnum upp úr áherslum ungu sýningarstjóranna síðasta vetur. Það er mikill og góður árangur af starfi þeirra og það er mjög ánægjulegt að geta boðið kennurum að vinna með niðurstöður þeirra. Þannig lifa verkefnin áfram um ókomna tíð svona eins og það á að vera“ segir Soffía að lokum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
Feb
Salurinn
20:00

Vetrarferðin

01
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

01
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

01
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023

Að rekja brot

02
Feb
11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Lesið á milli línanna

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Salurinn
20:00

Los Bomboneros

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Vísindasmiðja HÍ

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR