Staðarlistamaður Salarins 2023 

Davíð Þór Jónsson

Davíð Þór Jónsson, píanóleikari, tónskáld og spunatónlistarmaður verður staðartónlistarmaður Salarins í Kópavogi árið 2023. Á tímabilinu mun hann halda þrenna stóra spunatónleika í Salnum og munu þeir fyrstu fara fram á alþjóðadegi jazzins, sunnudaginn 30. apríl í Salnum. 

Tónleikar Davíðs Þórs eru liður í tónskáldaverkefni Salarins sem hefur undanfarin ár pantað nýja tónlist af tónskáldum úr ólíkum geirum. Árið 2021 frumflutti Strokkvartettinn Siggi fjóra nýja strengjakvartetta í Salnum og ári síðar, 2022, voru frumflutt fimm ný hljóðverk sem hverfast í kringum hljóðheim Kópavogs.

Að þessu sinni er sjónum beint að galdri augnabliksins og spunans í tónleikaþrennu sem teygir sig yfir nokkra mánuði. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir verkefnið.
 

 „Það er okkur sönn ánægja að fá Davíð Þór til liðs við okkur í Salnum. Spunaformið er spennandi nálgun á frumsköpun í tónlist en jafnframt mjög krefjandi. Það verður gaman að fylgjast með ferlinu hjá Davíð og njóta nýrrar tónlistar sem hann kemur til með að töfra fram eins og honum er einum lagið“, segir Aino Freyja, forstöðumaður Salarins. 

davíð þór jónsson (1)2

Verðlaunatónskáld og spunameistari

Davíð Þór og Aino Freyja innsigla samninginn með handabandi í vetrarsólinni

Davíð Þór (f. 1978) er meðal fremstu og fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum víða um heim, gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda sviðsverka, kvikmyndir, útvarpsverk og sjónvarpsþætti og starfað náið með fjölda listamanna úr ólíkum geirum, má þar nefna náið samstarf hans og Ragnars Kjartanssonar. Davíð Þór hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin sem og alþjóðleg verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina úr Hross í oss og Kona fer í stríð. 

 „Það er mér mikill heiður að vera valinn til frumsköpunarverka og tónlistarflutnings í tónlistar-og menningarhúsinu Salnum árið 2023. Salurinn er afburðagott tónleikahús og stendur mér mjög nærri þar sem ég hef í gegnum tíðina leikið tónlist af ýmsum toga, allt frá opnun hússins. Það er alltaf dýrmætt að fá tækifæri til að fljúga frjáls í tónsmíðum og spuna, sem er mitt aðalhugðarefni í tónlistinni, og mikil tilhlökkun að geta nú haldið þrenna tónleika sem allir tengjast í efninu en öðlast eigin sérkenni,segir Davíð Þór um komandi verkefni í Salnum. 

Auk fyrrnefndra tónleika mun Davíð Þór halda tónleika í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum en heimur óperutónlistarinnar verður honum að yrkisefni á hádegisspunatónleikum sem fram fara á Óperudeginum, miðvikudaginn 8. febrúar, kl. 12:15 í Salnum.  

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

26
nóv
17
des
Menning í Kópavogi
06
des
Menning í Kópavogi
06
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Gerðarsafn
06
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Gerðarsafn
Foreldramorgnar
07
des
15
des
Salurinn
09
des
Gerðarsafn
13:00

Vetrarórói

09
des
Bókasafn Kópavogs
10
des
Salurinn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR