Ljóðstafur Jóns úr Vör

Afhending Ljóðstafs Jóns úr Vör fer fram við hátíðlega athöfn í Salnum laugardaginn 21. janúar kl. 16.

Við sama tilefni verða veitt verðlaun og viðurkenningar í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.

Skólakór Kársness frumflytur nýtt kórlag Þóru Marteinsdóttur við ljóð Jóns úr Vör. Stjórnandi kórsins er Álfheiður Björgvinsdóttir. Lag Þóru er samið sérstaklega fyrir athöfnina.

Kristjana Stefánsdóttir og Karl Olgeirsson flytja ljúfa tóna.

Dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör og ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs skipuðu að þessu sinni Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Anton Helgi Jónsson og Þórdís Helgadóttir.

Léttar veitingar að athöfn lokinni.

Verið hjartanlega velkomin

Um Ljóðstaf Jóns úr Vör

Árið 2001 var stofnað til ljóðasamkeppni á vegum Lista- og menningarráðs Kópavogs og Ritlistarhóps Kópavogs, sem hlaut nafnið Ljóðstafur Jóns úr Vör, í minningu skáldsins sem lést 4. mars 2000. Jón fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917 en starfaði lengst af í Kópavogi þar sem hann var hvatamaður að stofnun bókasafnsins og síðar fyrsti bæjarbókavörður bæjarfélagsins. Jón starfaði að menningarmálum með ýmsum hætti, var til dæmis bæði bóksali og ritstjóri, en fyrst og fremst var hann brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð. Fjölmargar ljóðabækur hans lifa með þjóðinni og ber þá helst að nefna óð hans til æskustöðvanna, ljóðabálkinn Þorpið. Jón úr Vör lést 4. mars árið 2000.

Ljóðstafur Jóns úr Vör er veittur að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku, og undir dulnefni. Hér takast því á reyndari skáld og þau yngri í jöfnum leik.

Veitt eru peningaverðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu í eitt ár silfurskreyttan göngustaf, sem var í eigu Jóns úr Vör. Á stafinn er festur skjöldur með nafni verðlaunahafa ásamt ártali. Verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á fæðingardegi Jóns úr Vör þann 21. janúar ár hvert.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

13
jún
15
jún
Menning í Kópavogi
19:30

Flokkstjórinn 2023

14
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

14
jún
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumarlestrargleði með Gunnari Helgasyni

15
jún
Salurinn
17:00

Marína Ósk

17
jún
Menning í Kópavogi
13:30

17. júní

21
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

22
jún
Salurinn
17:00

Tríó Jóns Árnasonar

28
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

05
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

12
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

19
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

26
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR