Vatnsdropinn fær nýja sýningarstjóra

Alþjóðlega menningarverkefnið Vatnsdropinn fékk til liðs við sig tuttugu og einn ungan sýningarstjóra.

Alþjóðlega menningarverkefnið Vatnsdropinn fékk til liðs við sig tuttugu og einn ungan sýningarstjóra í síðustu viku þegar þriðja ár verkefnsins hófst með pompi og pragt í Bókasafni Kópavogs, en auglýst var eftir þátttakendum fyrr í vetur.

Vatnsdropinn er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogur leiðir og unnið er  í samstarfi við H.C. Andersensafnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Ilon’s Wonderland í Eistlandi. Hinir ungu sýningarstjórar munu hittast á laugardögum undir stjórn rithöfundarins Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur þar sem þau vinna að stórri sýningu sem opnuð verður í vor með áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 5 um Jafnrétti kynjanna og nr. 11 um Sjálfbærar borgir og samfélög og hvernig þau tengjast ævintýrum hinna sígildu rithöfunda Astridar Lindgren, Tove Jansson og H.C. Andersem. Á vinnusmiðjum ungu sýningarstjóranna í vetur fá þau til liðs við sig fjöldann allan af listamönnum auk vísinda- og fræðimanna sem veita þeim innsýn í sín störf og er ætlað að verða sýningarstjórunum innblástur í sýningarerkefnið sem framundan er.

Boðið var til móttöku þar sem ungmennin hittust í fyrsta sinn og farið yfir starfið sem framundan er. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri hitti hópinn og lýsti hún yfir mikilli ánægju með að starfið væri hafið og hve þetta væri mikilvægt fyrir bæinn að hafa svona öflugan hóp ungs fólks í samvinnu um menningu barna. Hún sagði bæinn leggja mikla áherslu á að hlusta á börn og vera þakklát þeim að leggja Vatnsdropanum lið.

,,Mér fannst mjög skemmtilegt að taka þátt í fyrra, gaman að hitta Baltasar og læra um kvikmyndir, hitta alla sérfræðingana sem komu á ráðstefnuna til okkar og sjá hvernig hátíðin varð til hjá hópnum”

Brynja S. Jóhannesdóttir sem er að taka þátt í Vatnsdropanum í annað sinn

Á síðasta ári stóðu aðstandendur Vatnsdropans fyrir listahátíð og vinnusmiðjum sem stóðu yfir allt sumarið  í Bókasafni Kópavogs. Í framhaldinu fór af stað verkefnið Koffortin fljúgandi sem  ferðast  á milli grunnskóla í Kópavogi.

Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála og upphafsmaður Vatnsdropans þakkaði hinum glæsilegu fulltrúum fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga menningarverkefni og auðga þannig hið ríkulega menningarlíf í bæjarfélaginu þeirra.

,,Það er mjög mikilvægt fyrir menningarlífið í Kópavogi að börnin setji sitt mark á það og leyfi okkur hinum að hjálpa þeim við að koma því á framfæri. Markmið Vatnsdropans er að búa til aðferðir sem hægt er að vinna með áfram og gerir börnum kleift að vera virkir þátttakendur og gerendur í menningarlífinu svo ykkar vinna mun skila sér til annarra barna í framtíðinni,kærar þakkir fyrir það ” sagði hún.

Ungu sýningarstjórar Vatnsdropans í ár eru:

Aldís Rós Andrésdóttir- 11 ára
Brynja S. Jóhannsdóttir -10 ára
Emil Ólafsson -8 ára
Friðrika Eik Z. Ragnars – 11 ára
Hekla Bjarkey Magnadóttir – 10 ára, Héðinn Halldórsson- 11 ára
Inga Bríet Valberg -9 ára
Ivan Jordy -9 ára
Íris Anna Elvarsdóttir -8 ára
Karen Sól Heiðarsdóttir -11 ára
Katrín Ólafsdóttir -11 ára
Kristófer Nordquist Ragnarsson -12 ára
Matthildur Daníelsdóttir -11 ára, Óskar Guðmundur Jónasson -8 ára
Saga Ásgeirsdóttir – 8 ára
Sophie Eik Karlsdóttir Stock -11 ára, Stefanía Rós Sigurðardóttir -11 ára
Vaka Margrét Gylfadóttir – 11 ára
Valmundur Rósmar Eggertsson – 13 ára
Þorbjörg Gróa Eggertsdóttir – 13 ára
Þorbjörn Úlfur Viðarsson -13 ára.

Vatnsdropinn er styrktur af Erasmus plus, Nordplus, Nordisk kulturfund, Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

13
jún
15
jún
Menning í Kópavogi
19:30

Flokkstjórinn 2023

14
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

14
jún
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumarlestrargleði með Gunnari Helgasyni

15
jún
Salurinn
17:00

Marína Ósk

17
jún
Menning í Kópavogi
13:30

17. júní

21
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

22
jún
Salurinn
17:00

Tríó Jóns Árnasonar

28
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

05
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

12
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

19
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

26
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR