Ungir sýningarstjórar halda ráðstefnu

Ungir sýningarstjórar, 17 börn á aldrinum 8-15 ára, halda ráðstefnu laugardaginn 18. febrúar næstkomandi þar sem þau bjóða til sín sérfræðingum til að ræða málefni sem tengjast undirbúningi listasýningar sem þau munu sýningarstýra í vor í menningarhúsunum í Kópavogi. Verkefnið er hluti af alþjóðlega barnamenningarverkefninu Vatnsdropanum sem Kópavogsbær stofnaði til með H.C. Andersen safninu í Danmörku, Múmín safninu í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í Haapsalu í Eistlandi. Eitt meginstef Vatnsdropans er að tengja saman boðskap og gildi sígildra skáldverka barnabókahöfunda á borð við Tove Jansson, Astrid Lindregn og H.C. Andersen við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þessir höfundar eiga það allir sameiginlegt að brýna fyrir  lesendum að bera virðingu fyrir náttúrunni, rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd og takast á við erfiðleika með bjartsýni að vopni.

„Þetta er þriðja árið í röð sem við fáum til okkar Unga sýningarstjóra til að setja upp sýningar og vinna að smiðjum tengdum Vatnsdropanum. Mikil eftirspurn er eftir þátttöku í Vatnsdropanum og nú vita öll börn í Kópavogi um hvað hann snýst. Verkefnið hóf göngu sína fyrir liðlega fjórum árum og hefur  margfaldast að vexti og umfangi.  Hugmyndafræðin að baki Vatnsdropanum er endalaus uppspretta fyrir börnin og við munum ljúka þessu fallega verkefni með útgáfu á aðferðarfræði sem aðrar menningarstofnanir geta nýtt sér í framtíðinni,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og upphafsmaður Vatnsdropans.

„Það er mjög gaman í Vatnsdropanum að skapa og hitta listafólk“ –  Inga Bríet Valberg, 10 ára þátttakandi í Ungum sýningarstjórum

Á ráðstefnuna fá Ungu sýningarstjórarnir til sín þjóðþekkta einstaklinga úr ólíkum áttum til að ræða þær áherslur sem þeir munu vinna með í Vatnsdropanum í vetur og snúa að sameiginlegum gildum höfundaverka hinna norrænu rithöfunda við Heimsmarkmið nr. 5 um jafnrétti kynjanna og nr. 10 um sjálfbærar borgir og samfélög ásamt umhverfismálum.

Ráðstefnan hefst kl. 14 í anddyri Salarins – tónleikahúss og er öllum opin.

Gestir Ungu sýningarstjóranna á laugardaginn verða:

Arndís Þórarinsdóttirrithöfundur
Freyr Eyjólfssonverkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu
Guðbjörg GissurardóttirÍ Boði náttúrunnar
Gylfi Þór Þorsteinssonaðgerðarstjóri Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Hildur Hákonardóttirmyndlistarkona
Sigyn Blöndalréttindasérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi
Vigdís Jakobsdóttirlistrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík

„Mér finnst Vatnsdropinn mjög skemmtilegur og er mjög spenntur fyrir að halda þessa ráðstefnu“ –   Héðinn Halldórsson, 11 ára þátttakandi í Ungum sýningarstjórum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

27
sep
Salurinn
12:15

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

27
sep
Salurinn
20:00

Eyjapistlarnir ógleymanlegu | Gísli Helgason og Eyjalögin

28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

28
sep
Bókasafn Kópavogs
12:15

Hádegisdjass með söngdeild FÍH

29
sep
Salurinn
20:00

UNA TORFA

30
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld í Salnum

30
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Sjávarlífverur og sjávargróður

30
sep
07
jan
Gerðarsafn

Skúlptúr/Skúlptúr

01
okt
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn listamanna | Skúlptúr/Skúlptúr

02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
okt
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR