Einstakir útgáfutónleikar

Ættjarðarlög og þjóðlög í jazzskotnum píanóútsetningum.

Í september á síðasta ári áttu sér stað í Salnum upptökur á nýrri hljómplötu Karls Olgeirssonar, lagahöfundar og píanista.

Karl segir hugmyndina að nýjustu plötu sinni hafa kviknað í sunnudagsbíltúr á Þingvöllum með fjölskyldunni. Með hugann við aksturinn ómaði ættjarðarlagið Öxar við ána í höfði hans. Hann sá fyrir sér djazzskotna útsetningu og kitlaði í fingurna að setjast við píanóið til að útsetja hugmyndina.

Upp úr þessu þróaðist heil plata af þjóðlögum og ættjarðarlögum í hugljúfum jazzútsetningum, en platan heitir einfaldlega Stillur. Titillinn er einkar viðeigandi þar sem einstök ró er yfir allri plötunni en hverju lagi mætti einnig líkja við hægviðrisdag í íslenskri víðáttu.

Platan var tekin upp á sunnudagsmorgni undir lok septembermánaðar síðasta árs. Bösendorfer flyglinum var komið fyrir á miðju sviðinu. Páll Einarsson, tæknistjóri Salarins, aðstoðaði Karl við að stilla upp átta hljóðnemum af nákvæmni. Páll stillti svo ljósin á lægstu stillingu, setti upptökuna í gang og skildi Karl eftir einan með flyglinum í rökkvuðum salnum í fimm klukkustundir. Að þessum tíma loknum var efniviður plötunnar tilbúinn og Karl skiljanlega búinn á því.

Platan kom út tæpum mánuði síðar á fimmtugasta afmælisdegi píanistans, þann 21. október, og til að halda upp á daginn bauð Karl upp á tónleika í Hörpu.

Þann 5. maí ætlar Karl að koma aftur í Salinn og spila efnisskrá plötunnar á Bösendorfer flygilinn. Eðli spunatónlistar er auðvitað slíkt að nýjir og ferskir töfrar munu eiga sér stað. Þetta eru tónleikar sem sannir tónlistarunnendur ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

26
nóv
17
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

07
des
15
des
Salurinn
20:00

Litlu jólin með Tvíhöfða

13
des
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

13
des
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

13
des
Bókasafn Kópavogs
16:00

Aðventutónleikar TK

16
des
Salurinn
15:00

Ljósið kemur

17
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

20
des
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

20
des
Menning í Kópavogi
21:00

Mozart við kertaljós í Kópavogskirkju

20
des
Bókasafn Kópavogs
16:00

Aðventutónleikar TK

21
des
Bókasafn Kópavogs
12:15

Jóladjass með Tónlistarskóla FÍH

21
des
Salurinn
12:15

Piparkökutrúðar | Silly Suzy og Momo

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR