Spennandi jazzveisla í Salnum

Ísland og Pólland sameinast í spennandi jazzveislu.

Spennandi jazzveisla með úrvals tónlistarfólki frá Íslandi og Póllandi 

Salurinn í Kópavogi verður vettvangur fyrir áhugavert tónlistarstefnumót dagana 23. – 25. maí þegar íslenskir og pólskir jazztónlistarmenn taka saman höndum á tónleikum og í jazzsmiðjum.  

Verkefninu, sem meðal annars er stutt af menningarsjóði EES, er meðal annars ætlað að efla samtal og samstarf á milli pólskra og íslenskra listamanna en því verður áframhaldið í haust með tónleikum og vinnusmiðjum í Varsjá í Póllandi.  

Frá Póllandi koma jazzpíanóleikarinn og lagahöfundurinn Kasia Pietrzko og saxófónleikarinn Maciej Kądziela en frá Íslandi þau Agnar Már Magnússon, píanóleikari, Birgir Steinn Theodórsson, kontrabassaleikari, Marína Ósk Þórólfsdóttir, söngkona og Matthías M. D. Hemstock. Hópurinn mun leiða ókeypis jazz- og spunasmiðjur fyrir tónlistarnema og tónlistarfólk og bjóða upp á tvenna spennandi tónleika.  
 


 

Dagskráin fer fram í Salnum og er sem hér segir: 
 

Þriðjudagur 23. maí 2023 

13:00 – 14:30 Tónlistarsmiðja með Maciej Kądziela, saxófónleikara 
14:45 – 16:15 Tónlistarsmiðja með Birgi Steini Theodórssyni, kontrabassaleikara 

Miðvikudagur 24. maí 2023 

13:00 – 14:30 Tónlistarsmiðja með Marínu Ósk, söngkonu 
14:45-16:15 Tónlistarsmiðja með Agnari Má Magnússyni, píanóleikara 
20:00 Kvintett Marínu Óskar Þórólfsdóttur 
Marína Ósk, söngur  
Kasia Pietrzko, píanó 
Maciei Kadziela, saxófónn 
Birgir Steinn Theodórsson, kontrabassi, 
Matthías M. D. Hemstock, slagverk 
Miðaverð: 2500 krónur 

Fimmtudagur 25. maí 2023 
13:00 – 14:30 Tónlistarsmiðja með Kasia Pietrzko, píanóleikara 
14:45-16:15 Tónlistarsmiðja með Matthíasi Hemstock, slagverksleikara 

20:00 Kvartett Kasia Pietrzko 
Kasia Pietrzko, píanó 
Maciei Kadziela, saxófónn 
Birgir Steinn Theodórsson, kontrabassi, 
Matthías M. D. Hemstock, slagverk 
Miðaverð: 2500 krónur 

Aðgangur í tónlistarsmiðjurnar er ókeypis en sækja þarf um þátttöku á netfangið workshops@plateaux.pl fyrir laugardaginn 20. maí.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR