Fíflast með fíflum 16.02.2023
Fíflast með fíflum 16.02.2023

, ,

Fíflastuð

"Megi fífillinn vera í ykkur, fíflumst og njótum. Örugg samvera veitir gleði.,, - Anna Henriksdóttir, forsvarskona listhóps Hlutverkaseturs

 Það var mikið um fjör og fíflaskap í bókasafni Kópavogs í dag þegar sýningin Fíflast með fíflum opnaði. Listhópur Hlutverkasseturs, sem er listhópur ársins Lista án landamæra, sýndi verk, bauð upp á söng og gleði í tilefni dagsins. List án Landamæra fagnar nú 20 ára afmæli og sýningin hluti af fjölmörgum viðburðum sem hátíðin býður upp á í ár.

     Það er nú ekki oft sem svona mikill fjöldi safnast saman hér á neðri hæð hússins, sagði Lísa Zachrison Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs þegar hún bauð fólk velkomið en mikill fjöldi var á staðnum. Hún ásamt Írisi Stefaníu Skúladóttir, listrænum stjórnenda hátíðarinnar sögðu frá því hversu ánægjulegt samstarfið hefur verið hingað til og vonast til að sem flestir leggi leið sína í Kópavoginn og fíflist aðeins.

Anna Henriksdóttir, myndlistakennari og forsvarskona hópsins sagði frá tilurð sýningarinnar.

     „Þemað í ár er fífillinn, hann reynir að laga jarðveginn með því að jafna sýrustigið, sáir sér og vex alls staðar og oft í mjög erfiðum kringumstæðum. Hann er oft fyrsta kærleiksgjöf sem barn gefur foreldri Seigla hans. þrjóska og gleðin er það sem við höfum unnið með hér og minnum á leikur og gleði er leið til geðræktar.,,

Sýningin er opin á opnunartímum bókasafnsins og Gerðarsafns og stendur til 18. október 2023.

Ljósmyndir: Leifur Wilberg Orrason

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

22
sep
Gerðarsafn
12:00

Gluggar Gerðar

23
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

24
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR