Tíbrá með breyttu sniði

Ljúfir sunnudagar í Salnum

Tónleikaröðin Tíbrá verður með breyttu sniði í vetur. Tónleikarnir fara nú fram á sunnudegi og hefjast klukkan 13:30 en á undan hverjum tónleikum verður boðið upp á tónleikakynningu þar sem veitt verður innsýn í efnisskrána framundan. Hægt verður að kaupa ljúffengar veitingar frá Krónikunni fyrir hverja tónleika en húsið verður opið frá klukkan 12.

Fyrir fyrstu Tíbrártónleika vetrarins, sunnudaginn 8. október, mun Benedikt Kristjánsson spjalla um Malarastúlkuna fögru, sönglagaflokk Schuberts, við Elísabetu Indru Ragnarsdóttur. Tónleikakynningin hefst klukkan 12:30 en þeir Benedikt og Mathias Halvorsen munu svo flytja hinn magnaða sönglagaflokk Schuberts á tónleikum sem hefjast klukkan 13:30.

Ókeypis er á tónleikaspjallið og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir en miða á Tíbrártónleikana er hægt að kaupa hér.

Magnað ferðalag og öfgakenndar tilfinningar

Sönglagaflokkurinn Die Schöne Mullerin eftir Franz Schuberts við ljóð Wilhelms Müllers var saminn árið 1823 og telst til vinsælustu ljóðaflokka allra tíma.

Þar segir frá hinum unga og óharðnaða malarasveini sem leggur upp í ferðalag, fullur tilhlökkunar yfir komandi ævintýrum. Sveinninn fellur fyrir hinni fögru dóttur malarans sem endurgeldur ekki tilfinningar hans. Alltumlykjandi náttúran verður virkur þátttakandi í þessu draumkennda og hárómantíska ferðalagi; frá birtu og sakleysis til örvæntingar, niðurbrots og að lokum tortímingar.

Tónlist Schuberts og ljóð Müllers fanga á meistaralegan hátt hið innra og ytra ferðalag og draga hlustandann inn í heim öfgakenndra tilfinninga, ljóðrænu, dramatíkur, hamingju og sorgar, ástar og einmanaleika, lífs og dauða.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR