Vatnsdropinn

Lokaviðburður á Íslandi

Það er búið að vera ótrúlega gaman að vera í þessu verkefni segja hin 12 ára Friðrika Eik og Kristoffer Finsen sem hafa tekið þátt í verkefninu Vatnsdropinn en það er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogsbær á frumkvæði að og hefur unnið  með H.C. Andersen safninu í Danmörku, Múmín safninu í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í  Eistlandi.

Meginstef Vatnsdropans er að tengja saman boðskap og gildi sígildra skáldverka barnabókahöfunda á borð við Tove Jansson, Astrid Lindregn og H.C. Andersen við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þessir höfundar eiga það allir sameiginlegt að brýna fyrir  lesendum að bera virðingu fyrir náttúrunni, rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd og takast á við erfiðleika með bjartsýni að vopni. 

Það hefur verið gífurlega gefandi að vinna að þessu verkefni og ánægjulegt að sjá börnin blómstra í þessari skapandi vinnu, segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir verkefnastjóri. Að sjá þessa kláru og hugmyndaríku krakka vinna saman að því að skapa, stýra og framkvæma menningarviðburði fyrir aðra krakka, það sýnir hvers megnug þau eru.

Ungu sýningarstjórarnir hafa undanfarin þrjú ár unnið með söfnunum í sínu heimalandi, sett upp sýningar og unnið verkefni þeim tengdum. Í Kópavogi hafa þau til að mynda haldið ráðstefnur, fengið til sín fagfólk í hverju því fagi sem hugur þeirra hefur staðið til, haldið vinnusmiðjur og sett upp sýningar með verkum sínum og öðrum sem tengjast hinum Norrænu barnabókmenntum sem Vatnsdropinn byggir á.

,,Það hefur verið stórkostlegt að sjá Vatnsdropann verða að veruleika. Hann hefur leikið stórt hlutverk í barnamenningarstarfi samstarfssafnanna og ekki síst í menningarstarfinu okkar hér í Kópavogi.  Með rausnarlegu fjárframlagi frá sjóðum sem hafa haft trú á Vatnsdropanum hefur okkur tekst að halda úti metnaðarfullri dagskrá öll starfsár þess. Flest grunnskólabörn í Kópavogi hafa upplifað eða tekið þátt í Vatnsdropanum og er það von mín og ósk að sú þátttaka hafi aukið þeim sjálfstraust og opnað augu þeirra fyrir mikilvægi þess að raddir þeirra fái að hljóma. Verkefnið hefur auðgað okkar starf og vonandi þeirra líka.” Segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ og upphafsmaður Vatnsdropans.

Aðspurð segja þau Friðrika og Kristoff að það sem hafi staðið upp úr eru tengslin, lærdómurinn og hversu mikið þau fundu til sín á meðan verkefninu stór.

Mér fannst mest spennandi að fara upp í RVK Studios og hitta Baltasar Kormák, hann kenndi okkur svo margt um kvikmyndgerð og leyfði okkur að prófa að gera eins og alvöru kvikmyndagerðafólk gerir,, segir Friðrika og segist vera pínu leið að verkefninu sé að ljúka, ég væri svo til í að geta haldið áfram“.

Kristoffer segist hafa fundið sig mjög vel í því að stýra viðburðum og fann að fólk leit upp til hans, hann gat verið fyrirmynd og það er mjög dýrmætt.

Þau vilja að stjórnvöld, bæði í heimalöndum sínum og á heimsvísu, taki á loftslagsvandanum af meiri festu og skora á þau að taka sig taki.

Sýningin á verkum þeirra er í Bóksafni Kópavogs og hvetjum við alla til þess að koma sjá hvað þessi glæsilegu ungmenni hafa áorkað.

Vatnsdropinn er styrktur af Nordplus, Nordisk Kulturfund, Erasmus, Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR