,

Sævar Helgi Bragason ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Sævar Helgi Bragason hefur verið ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs og hefur þar störf í ársbyrjun 2024.

Sævar Helgi mun vinna að mótun safnastarfs Náttúrufræðistofu Kópavogs ásamt forstöðumanni safnsins. Unnið er að nýjum áherslum í starfsemi Náttúrufræðistofu og gerð nýrrar grunnsýningar sem ætlað er að stuðla að auknu náttúrulæsi og tengja náttúruvísindi við ólík fræðasvið og listgreinar.

Sævar Helgi er með B.Sc. gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi, rithöfundur og vísindamiðlari. Hann hefur m.a. kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum og í Háskóla unga fólksins. Sævar hefur starfað hjá Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans við segulmælingar, hann situr í fagráði Loftlagssjóðs Rannís og starfaði sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftslagsmálum, græns samfélags og teymi losunarbókhalds. Sævar er tengiliður Íslands við European Southern Observatory (ESO), stærstu stjarnvísindasamtök heims og situr í stjórn Nýsköpunarverðlauna námsmanna.

Sævar hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framúrskarandi vísindamiðlun og íslenskuviðurkenningu frá Íslenskri málnefnd.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

01
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
maí
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR