Spjallið hlaut styrk Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs

Bókasafn Kópavogs hlaut á dögunum styrk úr jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar fyrir viðburðaröðinni Spjallinu. Spjallið er samverustund sem mun fara fram á laugardögum á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni, með það að markmiði að efla skilning og leikni fólks af erlendum uppruna í íslensku og skapa jafnframt notalegan vettvang fyrir tengslamyndun. Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs segir þetta verkefni mjög brýnt og þarft. „Til að geta tekið virkan þátt í íslensku samfélagi skiptir þekking á íslenskri tungu afar miklu máli auk þess sem hún stuðlar að gagnkvæmum skilningi og brúar bil á milli ólíkra hópa“, bætir hún við.

Viðburðirnir eru hugsaðir sem notaleg samverustund til að fólk úr ólíkum áttum og úr viðkvæmum samfélagshópum geti kynnst og valdeflst. Bókasafn Kópavogs hefur fengið Auði Loftsdóttur sérfræðing í málefnum innflytjenda hjá Vinnumálastofnun til að halda utan um verkefnið og kenna og mun hún leggja áherslu á fjölbreytta kennsluhætti og miðlunarleiðir þar sem samtöl, spil og leikir munu gegna lykilhlutverki.

Glæsilegur hópur styrkþega ásamt Jafnréttis- og mannréttindaráði og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra.

Bókasafn Kópavogs þakkar jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar fyrir styrkinn. Verkefnið mun hefjast í janúar 2024.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
25
sep
26
sep
Bókasafn Kópavogs
26
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira