Vel heppnaðar skólaheimsóknir

Þetta gekk vonum framar, börnin áhugasöm og spurðu svo áhugverðra spurninga, segir Eyrún Ósk Jónsdóttir, verkefnastjóri fræðslu á Bókasafni Kópavogs, en bókasafnið býður nemendum 4. bekkjar í grunnskólum Kópavogs í heimsókn.

Í ár fengum við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttir til þess að fara yfir vinnuferlið sitt og ræða um starf rithöfundarins. Bergrún Íris er einstaklega vel til þess að fallin að ræða við nemendurna, hún er mjög opin, fjallar á aðgengilegan hátt um sköpun og sköpunarferlið og vináttuna og mikilvægi hennar. Hún nær einstaklega vel til þeirra og er hvetjandi í svörum sínum.

Við bjóðum nemendurna alltaf velkomin á Bókasafnið en að þessu sinni tókum við á móti þeim í forsal Salarins vegna framkvæmdanna sem eru á bókasafninu. Það eru mjög spennandi tímar framundan og við hlökkum til þess að opna nýja barnadeild í vor ásamt nýrri sýningu Náttúrufræðistofu.

Við þökkum öllum nemendunum og starfsfólki skólanna sem sóttu okkur heim fyrir komuna.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
júl
Gerðarsafn
07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira