Ljóst er að lyfta þarf sérstöðu Salarins á ný

Í byrjun síðasta árs var gerð úttekt á menningarmálum bæjarins með það fyrir augum að forgangsraða fjármunum og draga það besta fram í starfsemi menningarhúsanna. Á vormánuðum síðasta árs samþykkti bæjarstjórn svo að fara í talsverðar breytingar á starfsemi menningarmála bæjarins sem nú eru að líta dagsins ljós hver af annarri með undraverðum árangri. 

Miðvikudaginn 11. september sl. fór fram kynning á niðurstöðum starfshóps Salarins en hann skipuðu þau Védís Hervör Árnadóttir, Davíð Þór Jónsson og Halldór Friðrik Þorsteinsson. Í ávarpi sínu hrósaði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs skýrsluhöfundum fyrir þá miklu alúð sem þau lögðu í vinnu sína og sagði skýrsluna fara langt fram úr sínum björtustu vonum. Hún sagði jafnframt: „Skýrsla starfshópsins um málefni Salarins er einstök samantekt og mikilvægt stöðumat á starfsemi og rekstri Salarins sem brýn þörf var á að ráðast í.“

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri afhenti þeim Védísi Hervöru og Davíð Þór blómvönd sem þakklætisvott fyrir vel unnin og fagleg störf. Á myndina vantar Halldór Friðrik Þorsteinsson en hann átti því miður ekki heimangengt.

Starfshópinn skipuðu Védís Hervör Árnadóttir, tónlistarkona, en hún er einnig formaður hópsins, Halldór Friðrik Þorsteinsson, heimspekingur og Davíð Þór Jónsson, tónlistamaður. Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi var starfsmaður hópsins.

Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála Kópavogs og starfsmaður hópsins, Védís Hervör Árnadóttir, tónlistarkona og formaður hópsins, Davíð Þór Jónsson, tónlistarmaður og meðlimur starfshópsins, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs og Axel Ingi Árnason, nýráðinn forstöðumaður Salarins.

Védís Hervör kynnti niðurstöðurnar og sagði í stuttu máli frá vinnuferlinu.

Það er mat hópsins að starfsemi Salarins sé best komið í höndum Kópavogsbæjar, þar sem tónlistarmenningarlegt hlutverk hans er samofið öðru menningarstarfi bæjarins ásamt tónlistarkennslu og barnastarfi. Lyfta þarf sérstöðu Salarins sem tónleikahúss á ný, skapa samkeppnisforskot á tónleikamarkaði og endurhugsa starfsemina með ný sóknarfæri í huga án þess þó að raska því mikilvæga hlutverki sem Salurinn sinnir.

Sóknarfærin eru mörg samkvæmt skýrslunni og er hér rétt minnst á nokkur; skýrsluna er að finna neðst í fréttinni. Þörf er á endurmörkun, nýta betur forsal og tónleiksal til ráðstefnu- og fundarhalda, straumlínulaga bókunarferla og kaup á nýjum konsertflygli.

Axel Ingi Árnason, nýráðinn forstöðumaður Salarins, ávarpaði að lokum gesti og sagði frá þeim spennandi viðburðum sem eru í boði í vetur. „Að skapa list, að móta listamenn er samfélagslegt samstarfsverkefni. Engin listamaður verður til í tómarúmi, án kennara, foreldra og vina. Menningarhús á borð við Salinn þarf að standa þétt við bakið á listamönnum, hvort sem þeir eru fullþroskaðir og þekktir eða að stíga sín fyrstu skref. Samstarf Salarins við Tónlistarskóla Kópavogs er mikilvægur þáttur í starfseminni og það er ómetanlegur hluti af námi nemenda skólans að fá að flytja tónlist í þessum einstaka sal. Það er nefnilega nauðsynlegt, ef viðhalda á lifandi tónlistarhúsi, að höfða til allra kynslóða og það er stóra áskorunin okkar núna… tel ég ekki endilega vera þörf á stjórnanda með djarfa og framúrstefnulega listræna sýn. Það sem samfélag nútímans kallar á er samtal og hlustun. Tónlistarfólk þarf að finna að nýjar hugmyndir fái hljómgrunn. Hljóðfæranemendur þurfa að finna að þeim sé tekið opnum örmum. Gestir menningarhúsanna þurfa að upplifa að þörfum þeirra sé mætt“.

Hér má finna dagskrá Salarins í vetur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Gerðarsafn
10
okt
Gerðarsafn
12
okt
Bókasafn Kópavogs
12
okt
Bókasafn Kópavogs
12
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira