Þá var þétt setið og hananú!

Guðrún Eva Mínervudóttir var gestur okkar í Bókmenntaklúbbnum Hananú! á Bókasafni Kópavogs í gær. Vel yfir 100 manns mættu og það var þétt setið.

Guðrún Eva las upp úr bók sinni Í skugga trjánna sem kom út fyrir jólin og deildi ýmsum fróðleiksmolum. Bókinni hefur verið afar vel tekið og hlotið eindæma lof gagnrýnenda og lesenda. Gestir skemmtu sér líka konunglega og voru afar áhugasamir um bókina og sögupersónur.

Í skugga trjánna er skáldævisaga sem er byggð á reynslu Guðrúnar Evu sjálfrar. Guðrún Eva fjallar af ótrúlegri næmni og innsæi um líf sitt, ástarsambönd og hjónaskilnaði. Með skilningi á mannlegum breyskleika og kærleika hefur hún snert við hjörtum lesenda.

Við þökkum Guðrúnu Evu og öllum gestum kærlega fyrir komuna og bendum á spennandi viðburði framundan. Næsta rithöfundaheimsókn er miðvikudaginn 5. mars en þá kemur Benný Sif Ísleifsdóttir í Leslyndi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig

Sjá meira