27.ágú 13:00 - 16:00

Millimál

Menning í Kópavogi

Safnatúnið

Hundum og förunautum þeirra er boðið að snæða Millimál á Hamraborgar Festivali. Á boðstólum verða smáréttir sem henta dýrum af hunda- og mannkyni á sérhönnuðum borðbúnaði.

Viðburðurinn er liður í rannsóknarmiðuðu verkefni Agnesar Ársæls og Önnu Andreu Winther þar sem samvist hunda og manna í nútímanum er skoðuð í gegnum fæðu. Millimálið er stund sem brýtur upp daginn, hlé þar sem hægt er að staldra við og njóta með sjálfum sér eða í samneyti við aðra. Hvernig birtist þetta óformlega uppbrot í lífi heimilishunda og er möguleiki á að gefa því aukið vægi sem tengslamyndunartækifæri í hversdeginum?

Agnes Ársæls (f. 1996) og Anna Andrea Winther (f. 1993) eru myndlistarmenn sem búa og starfa í Reykjavík. Samstarf þeirra hófst eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands 2018 en það einkennist af gagnrýnum leik og sambandi manns við umhverfi sitt.

Anna Andrea útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2022 og Agnes stundar nú meistaranám í sýningarstjórnun við Háskóla Íslands. Báðar hafa sýnt verk sín bæði hérlendis og erlendis en einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum verkefnum.

Staðsetning: Safnatúnið
Instagram: @agnes.arsaelsdottir @annaandreaw
Vefsíður: agnesar.com annawinther.com

Myndasafn

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
28
nóv
Salurinn
20:00

Friðarjól

28
nóv
Bókasafn Kópavogs
10:00

Stjúptengsl

28
nóv
Bókasafn Kópavogs
28
nóv
Bókasafn Kópavogs
28
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
09
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

27
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
30
nóv
Menning í Kópavogi
01
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

08
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

15
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

Sjá meira