04.sep 12:15 - 13:00

Leslyndi með Gerði Kristnýju

Bókasafn Kópavogs

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Gerður Kristný, skáld og rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í haustbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Gerður Kristný (Guðjónsdóttir) fæddist í Reykjavík 10. júní 1970. Hún ólst upp í Háaleitishverfinu, gekk í Álftamýrarskóla og fór síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún lauk B.A. prófi í frönsku með almenna bókmenntafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Lokaritgerðin fjallaði um fegurðina í Les fleurs du mal eftir franska skáldið Baudelaire. Veturinn 1992 – 1993 stundaði Gerður nám í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands og starfsþjálfun hjá sjónvarpsstöð Danmarks Radio fylgdi í kjölfarið. Hún var ritstjóri tímaritsins Mannlífs á árunum 1998 til 2004 en er nú rithöfundur í fullu starfi.

Gerður skrifar jöfnum höndum verk fyrir börn og fullorðna og hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð og leikrit auk annars efnis. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, meðal annars fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Litrófs í Sjónvarpinu árið 1992, Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir Mörtu smörtu, Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2004 fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt og Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu 2005.

Árið 2007 var ljóðabókin Höggstaður tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Sálumessa árið 2018 og svo hlaut Gerður þau síðan árið 2010 fyrir ljóðabókina Blóðhófnir, sem skáldkonan byggir á sögu nöfnu sinnar Gymisdóttur úr Skírnismálum. Unglingasaga Gerðar, Garðurinn, hlaut Vestnorrænu barnabókaverðlaunin árið 2010. Gerður hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólk bókaverslana í flokki ljóðabóka fyrir Sálumessu 2018. Árið 2021 fékk Gerður Fjöruverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Iðunn og afi pönk. Árið 2024 hlaut Gerður norsk bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Verðlaunin eru fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum.

Ljóð og smásögur Gerðar hafa birst í kennslubókum fyrir grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem ljóð hennar og smásögur eru í ýmsum safnritum og tímaritum, íslenskum sem erlendum. Myndin af pabba kom út í sænskri þýðingu árið 2008 og ljóðabækur eftir hana hafa verið þýddar á önnur mál.

Deildu þessum viðburði

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira