09.okt 12:15 - 13:00

Leiðsögn um Hamskipti með Ingunni Fjólu

Gerðarsafn

Verið hjartanlega velkomin á hádegisleiðsögn Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanns um sýninguna Hamskipti. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Á sýningunni Hamskipti er list Gerðar Helgadóttur sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun hennar úr hefðbundnu fígúratívu myndmáli yfir í hið óhlutbundna, hvernig hún fer úr steini í leir í járn og brons. Úr mjög formfastri myndbyggingu í svífandi léttleika og yfir í lífrænni og náttúrulegri form. Sýningarstjóri er Cecilie Cedet Gaihede.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Verk Ingunnar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Cuxhavener Kunstverein. Ingunn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Cluj safninu í Rúmeníu og tvíæringnum Prag 5 í Tékklandi. Á ferli sínum hefur Ingunn hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar. Árið 2022 var hún handhafi verðlauna úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem árlega er veittur framúrskarandi listakonu.

Hádegisleiðsögnin er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
des
Gerðarsafn
11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira