07.sep 14:00 - 16:00

Listasmiðja með Helgu Páleyju

Gerðarsafn

Stúdíó Gerðar

Verið velkomin á listsmiðju í anda Gerðar Helgadóttur fyrir alla fjölskylduna með Helgu Páleyju Friðþjófsdóttur laugardaginn 7. september kl. 14:00 í Gerðarsafni. Helga Páley myndlistarmaður myndskreytti barnabókina Heimur Gerðar Helgadóttur. Smiðjan er hluti af dagskrá Heilsum hausti.

Í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs geta börn og fjölskyldur notið þess að skapa saman úr fjölbreyttum efnivið og á útisvæði verður hægt að fara í æsispennandi leiki þar sem við sögu koma risastórar sápukúlur og risastórar stultur, kúlubrautir, körfuboltatunnur og margt margt fleira. Skólahljómsveit Kópavogs býður upp á kraftmikla lúðrasveitasveiflu upp úr klukkan 13:30 en haustfögnuður stendur yfir frá 13 og fram eftir degi. Opið verður á Krónikunni þar sem hægt er að gæða sér á ljúffengum krásum.

Helga Páley Friðþjófsdóttir (f. 1987) býr og starfar í Reykjavík. Hún Lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá útskrift hefur Helga verið framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Ærings á Rifi 2012. Frá árunum 2013 til 2015 var Helga partur af Kunstschlager hópnum og tók þátt í að reka gallerí við Rauðarárstíg 1 og síðar í Listasafni Reykjavíkur. Síðustu ár hefur Helga sýnt á fjölmörgum stöðum og þar má nefna Listasafn Reykjanesbæjar, Ásmundarsal og Safnasafninu á Svalbarðseyri. Teikningin hefur lengi verið henni hugleikin og spilar hún stóran sess í hennar listsköpun. Með teikningu hripar hún hugmyndir á blað, gefur þeim tíma til að gerjast áður en þær færist yfir á striga eða í þrívítt form.

Ljósmynd: Sigríður Rut Marrow.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
ágú
Bókasafn Kópavogs
21
ágú
Gerðarsafn
22
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
28
ágú
Salurinn
26
ágú
Salurinn
26
ágú
Salurinn
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

21
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira