23.feb 13:30

Tímans kviða

Salurinn

Hér fléttast saman mögnuð kammerverk frá ólíkum heimum í  flutningi píanókvartettsins Neglu en hann skipa fjórar ungar tónlistarkonur í fremstu röð; Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla, Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló og Þóra Kristín Gunnarsdóttir á píanó.

Efnisskrá

Frank Bridge (1879 – 1941)
Fantasía fyrir píanókvartett

Lee Hoiby (1926 – 2011)
Dark Rosaleen (2000)

Antonín Dvořák (1841 – 1904)
Píanókvartett nr. 1 í D-dúr

Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Píanókvartettinn Negla hefur starfað saman í tæp tvö ár og á þeim tíma vakið athygli fyrir metnaðarfulla tónleika og flutning í hæsta gæðaflokki. Eitt af markmiðum kvartettsins er að stefna saman sjaldheyrðum kammerverkum við þekkt stórvirki klassískrar tónlistar líkt og raunin er hér.

Píanókvartett nr. 1 í D-dúr (1875) eftir tékkneska tónskáldið Antonín Dvořák er tvímælalaust þekktasta verk þessara tónleika, verk fullt af unaðslegum laglínum og dramatískum andstæðum þar sem glöggt má heyra hvernig tónskáldið lætur innblásast af þjóðlagatónlist heimalandsins.

Enska tónskáldið Frank Bridge samdi Fantasíu fyrir píanókvartett árið 1910, en verkið, sem ólgar af ljóðrænni fegurð og magnþrungnum stefjum, er í sex stuttum þáttum sem saman mynda eina heild.

Dark Rosaleen (2000) eftir bandaríska tónskáldið Lee Hoiby er innblásið af þekktasta ljóð írska skáldsins James Clarence Mangan þar sem Rósalín hin dökka birtist sem táknmynd fyrir heimalandið. Skáldið James Joyce var einn margra til að heillast af ljóði Mangan og samdi meira að segja við það lítinn lagstúf sem Hoiby nýtir sér í tjáningarríkri og litskrúðugri rapsódíu sinni en verkið ber undirtitilinn Rapsódía um stef eftir James Joyce.

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall klukkan 12:30. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.

Deildu þessum viðburði

26
jan
Salurinn
23
feb
Salurinn
30
mar
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

Sjá meira

11
jan
Salurinn
26
jan
Salurinn
21
feb
Salurinn
22
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
15
mar
Salurinn
29
mar
25
okt
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Salurinn

30
des
Salurinn
09
jan
Salurinn
11
jan
Salurinn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn

Sjá meira