23.jan 20:00

Ljóðakvöld Blekfjelagsins

Salurinn

Verið innilega velkomin á ljóðakvöld Blekfjelagsins. Viðburðurinn fer fram í forsal Salarins og er haldinn í samstarfi við Kópavogsbæ í tilefni af Dögum ljóðsins 2025. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Blekfjelagið er nemendafélag ritlistarnema í Háskóla Íslands. Fjelagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og útgáfu. Fram koma Elín Elísabet Einarsdóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sölvi Halldórsson, Védís Eva Guðmundsdóttir, Vala Hauksdóttir og Þórdís Helgadóttir. Léttar veitingar og notaleg stemning.

Við hlökkum til að sjá ykkur.



Nánar um þau sem fram koma.

Elín Elísabet er myndlistarmaður og teiknari sem vinnur með ljóð í verkum sínum. Hún kemur ljóðlínunum fyrir inn undir pensilförunum; notar málverkið til að skapa ljóðin og öfugt. Úr verður nærmynd af hversdegi, af smáatriðum, af einum steini, einum vangasvip, einni langferð í toyotu corollu árgerð 2005, einni mús í nestiskassa, einu jarðarberi, tíu fingrum, af svörtum hrafni og hvítri rjúpu og einni hrukku milli augabrúna.

Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og skáld. Hún útskrifast úr meistaranámi í ritlist nú í febrúar. Hún hlaut önnur verðlaun fyrir ljóð sitt Skyggnishnignun í Ljóðstaf Jóns úr Vör 2023.

Sunna Dís Másdóttir er skáld og sjálfstætt starfandi sem þýðandi og ritstjóri. Hún er ein Svikaskálda. Sunna hefur sent frá sér skáldsöguna Kul og ljóðabókina Plómur sem tilnefnd var til Maístjörnunnar 2023. Hún er jafnframt handhafi ljóðstafs Jóns úr Vör 2023 fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja.

Sölvi Halldórsson
er ljóðskáld frá Akureyri. Nýjasta bók hans heitir Þegar við vorum hellisbúar. Sölvi skrifar bókmenntagagnrýni fyrir Víðsjá og er hluti af ljóðagenginu Múkk.

Vala Hauksdóttir hefur skrifað smásögur, ljóð, dagbækur og hugleiðingar frá barnsaldri og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Að loknu námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands nam Vala ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Limerick í Írlandi og hefur unnið fjölbreytt störf tengd ferðaþjónustu í rúman áratug. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024 fyrir ljóðið Verk að finna.

Védís Eva Guðmundsdóttir
stundar meistaranám í ritlist. Hún hreppti aðalverðlaun Júlíönu – hátíð sögu og bóka vorið 2024 með smásögunni Hvalreki sem birtist í veftímaritinu Stelki stuttu síðar. Védís mun lesa upp úr óútgefnu handriti ljóðabókar sem ber vinnutitilinn Þvottadagar.

Þórdís Helgadóttir
er skáld og rithöfundur og er ein Svikaskálda. Þórdís hefur gefið út skáldsöguna Armeló, smásagnasafnið Keisaramörgæsir og ljóðabókina Tanntaka sem var tilnefnd til Maístjörnunnar og Fjöruverðlaunanna Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2021 fyrir ljóðið Fasaskipti.

Viðburðurinn er hluti af Dögum ljóðsins í Kópavogi 2025 og er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
23
jan
Salurinn
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
07
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn
15
feb
Salurinn
21
feb
Salurinn

Sjá meira