Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, miðvikudaginn 10. desember kl. 18:00 í Gerðarsafni.
Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í sjötta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson, Ragna Róbertsdóttir og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
Léttar veitingar verða í boði.
Gerðarverðlaunin eru veitt með stuðningi frá Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
















