Elfa Ýr Gylfadóttir verður gestur hjá okkur á Bókasafni Kópavogs og heldur erindi um upplýsingaóreiðu. Elfa er fjölmiðla- og fjarskiptafræðingur að mennt og framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Hún var ein þeirra fyrstu til að vekja athygli á hugtakinu upplýsingaróreiða og hefur haldið fjölda erinda og skrifað greinar um efnið á umliðnum árum.
Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Erindið er hluti af verkefninu ,,Bókasafnið gegn upplýsingaóreiðu“ sem er styrkt af Bókasafnasjóði.












