Halldóra Mogensen, ein af stofnendum Samtaka um mannvæna tækni, verður gestur okkar á bókasafni Kópavogs með erindi um tækniþróun: Hverju við erum að fórna, hvers vegna og hvað við getum endurheimt.
Samtökin sem Halldóra fer fyrir leggja áherslu á að hönnun, þróun og notkun tækni fylgi siðferðislegum viðmiðum sem setja velferð notenda, náttúru og samfélags í heild í forgang.
Í erindinu verður meðal annars velt upp spurningum á borð við:
– Hvernig mótar tækni líf okkar og samfélag – og hver fær að ákveða gildin sem mótar tæknina sem mótar okkur?
– Hvað gerist þegar athygli okkar, tilfinningar og hegðun verða hráefni í hagkerfi knúið áfram af hröðum vexti og gróða?
– Hvernig getum við endurheimt rödd okkar, tengsl og sameiginlegt rými – og þróað tækni sem þjónar velsæld?“
Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Erindið er hluti af verkefninu ,,Bókasafnið gegn upplýsingaóreiðu“ sem er styrkt af Bókasafnasjóði.












