Grafíklistasmiðja fyrir alla fjölskylduna
Þátttakendur teikna mynd á pappír, rúlla grafíkliti á plexigler og leggja svo blaðið á litinn. Því næst teikna þau ofan í línurnar og skapa sitt eigið grafíklistaverk út frá sínum eigin sjóndeildarhring. Þessi tækni kallast einþrykk og þátttakendur geta tekið listaverkin heim.
Smiðjan fer fram í Gerðarsafni laugardaginn 9.apríl á Barnamenningarhátíð í Kópavogi. Leiðbeinandi er Björk Viggósdóttir.