21.sep 20:00

Habanera

Salurinn

Ný tónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í Kópavogi í febrúar 2022. 20% forsöluafsláttur til 19. september 2022 Almennt miðaverð 4.900 kr. miðaverð í forsölu 3.920 kr.
5 kr.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur sungið vítt og breitt um Evrópu, í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku, hlotið verðlaun og sungið inn á fjölda geisladiska. Fyrir hlé flytur hún, ásamt spænska klassíska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui, útsetningar fyrir rödd og gítar á sönglögunum Klementínudans, Kisa mín og Úr Hulduljóðum (Smávinir fagrir) eftir Atla Heimi Sveinsson. Þau kynna einnig áhorfendum á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti nýjar útsetningar á bandarískum þjóðlögum sem John Jacob Niles gerði fræg á síðustu öld. Helmingnum lýkur með ástsælli þýðingu Þórarins Eldjárns á lagi Violetu Parra, Þökk sé þessu lífi (Gracias a la vida). Eftir hlé flétta þau Guðrún og píanóleikarinn Sigurður Helgi Oddsson saman ýmsum lögum sem innblásin eru af habanera taktinum margfræga. Má þar nefna Havanaise eftir Pauline Viardot, Youkali eftir Kurt Weill, Vocalise-étude en forme de Habanera eftir Maurice Ravel, Kúbu-innblásin sönglög eftir Xavier Montsalvatge og að sjálfsögðu hina frægu Habaneru aríu Carmenar úr samnefndri óperu eftir Georges Bizet.

Syngjandi í Salnum er ný tónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í Kópavogi í febrúar 2022. Listrænn stjórnandi hennar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona. Í röðinni er boðið upp á söngtónleika með nokkrum af fremstu klassísku söngvurum Íslands. Hverjir tónleikar verða nokkurs konar ,,portrett“ tónleikar, sem gefa mynd af listamanninum. Á blandaðri efnisskránni er undirstöðuefnið oft íslenskur og erlendur ljóðasöngur ásamt óperuaríum. Tónleikaröðin býður upp á sjö tónleika yfir tónleikaárið 2022-2023.

FRAM KOMA

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

mezzósópran

Francisco Javier Jáuregui

gítar

Sigurður Helgi Oddsson

píanó

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
maí
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

02
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Salurinn

04
maí
Salurinn
08
maí
Menning í Kópavogi
12
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

30
maí
Salurinn
20:00

Davíðsson

Sjá meira