Ljóðstafur Jóns úr Vör 2014

Anton Helgi Jónsson

1. verðlaun

Horfurnar um miðja vikuna

Það er bara miðvikudagur
enn getur allt gerst
enn er von

enn má finna rétta taktinn
finna sinn hljóm
jafnvel finna sig í góðu lagi

allt getur gerst

meðan enn leynist bílskúr
baka til í hausnum á mér
og band
sem djöflast frameftir.