Hrífuskaftsflís
í hengibrúnni milli bendifingurs og þumals.
Útsaumsnál
undir baugfingursnögl.
Skeljasandur
í hælsæri.
Hrossafælir
sem skýst með þyt undan þúfu
fall
að missa andann –
sortna fyrir augum
í lyngi.
Sælan er skortur
á öllu nema tíma
til verkja.
Hamingjan
er sigg.
Vala Hauksdóttir
Í götunni minni er alltaf þoka og á móti mér býr maður með veiðihár. Ég sé glytta í hann í gegnum þykknið og ég veit ekki hvort hann fylgist með mér eða fuglunum, smáum vængjum þeirra og kvikum hreyfingum sem örlar á í gegnum þykkt skyggnið. Beittar klærnar klóra skilaboð í mistrið sem kannski eru ætluð mér eða svartþröstunum í reynitrjánum.
Í götunni minni er alltaf þoka og ég veit að í hinum húsunum býr upptekið fólk. Ég heyri stundum í þeim og sé daufar ljósatírur þeirra snemma morguns og á næturnar. Þau eiga stationbíla, jeppa, pallbíla og hjólhýsi og þeim finnst gaman að láta heyrast í þessu öllu. Á morgnana keyra þau á brott út í tæran veruleikann og skilja mig eftir ólæsa í þokunni.
Í nótt dreymdi mig að ég fæddi hvítt deig
sem ég bakaði síðan í ofni
brauðið skar ég með ævagömlum brauðhníf
úr húsi ömmu minnar þar sem engu hefur nokkurn tíma verið hent
hver skúffa geymir hnífa allra sem hafa setið við borðið
skáparnir eru yfirfullir af búningum, postulínsenglum, gömlum jólakortum
frá fyrrverandi kærustum, dánum vinum og fjölskyldu
stólarnir rúma enn alla kaffigesti sem flætt hafa í gegnum eldhúsið
og skilið eftir sig fótatak, varalitarendur á bollunum og lykt sína
ryð úr hnífnum situr eftir í brauðskorpunni
minnir á glóð úr löngu slokknuðu eldfjalli
í dag líður mér eins og deigið sem ég fæddi hafi verið barn
bragðið af smjörinu situr á vörunum
mylsnan er enn undir borðinu
mér finnst eins og úr bókunum í hillunni berist hlátur
þær eru svo margar að hvítu veggirnir sjást varla lengur
ég heyri í tröllum kasta höfðunum aftur í hláturskasti yfir óförum mínum
tröllin sem átu börnin vita að eina leiðin til að lifa
er í sögu
Í móðurkviði
Straumönd
Stríðsyfirlýsing
Fálæti
Legið yfir gögnum
Segðu mér eitthvað fallegt
Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur sunnudaginn 21. janúar.
270 ljóð bárust í keppnina að þessu sinni í ár en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefnd skipuðu að þessu sinni Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Þórdís Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson.
Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs sem fyrst var haldin árið 2012 og var dómnefnd sú sama.
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |