17.sep 13:00 - 14:00

Salurinn

Þjóðlagaskotnir fjölskyldutónleikar fyrir hressa og skapandi krakka á öllum aldri. Efnisskráin var unnin fyrir Big Bang tónlistarhátíðina í Hörpu fyrr á þessu ári þar sem Brek hélt tónleika fyrir hundruð grunnskólabarna.

Hljómsveitin Brek hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir grípandi lagasmíðar og vandaða söngtexta. Brek spilar akústíska tónlist og sækir áhrif víða að, m.a. úr íslenskum þjóðlagaarfi, skandínavískri og bandarískri tónlist, jazzi og fleiru.  

Hér býður sveitin upp á nærandi og metnaðarfullar tónlistarupplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem saman renna minningabrot, frásagnir, hljóðmyndir og dásamleg tónlist í framúrskarandi flutningi. Með liðsinni áhorfenda verður til heillandi stemning þar sem hlustað er eftir óvæntum hljóðum, takti og laglínum.  

Brek hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist. Sveitina skipa þau Harpa Þorvaldsdóttir, söngur og píanó, Jóhann Ingi Benediktsson, söngur og gítar, Guðmundur Atli Pétursson, mandólín og bakraddir og Sigmar Þór Matthíasson, kontrabassi og bakraddir. Belgíski leikstjórinn Wouter Van Looy, listrænn stjórnandi Big Bang Festival vann og þróaði sviðshreyfingar tónleikanna í samstarfi við hópinn.  

Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði lista- og menningarráðs Kópavogs. Viðburðirnir fara fram vikulega kl. 13 til skiptis í Salnum, Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu.
Alltaf ókeypis og öll velkomin!

UPPHITUN

Horfðu og hlustaðu

Deildu þessum viðburði

11
okt
Bókasafn Kópavogs
18
okt
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
15
nóv
Bókasafn Kópavogs
13:00

Luktasmiðja

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
04
sep
Gerðarsafn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
05
sep
Salurinn
20:30

Belonging?

06
sep
Salurinn
07
sep
Salurinn
10
sep
Salurinn
11
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira