20.jún 21:00 - 22:30

Davíð Þór Jónsson og Eyþór Gunnarsson

Salurinn

Flyglaflug á Jónsmessu

Síðkvöldstónleikar á sumarsólstöðum með tveimur af fremstu tónlistarmönnum landsins. Davíð Þór Jónsson og Eyþór Gunnarsson hafa áður tekið höndum saman í óbeisluðu spunaflugi við frábærar undirtektir. Hér leika þeir á tvo flygla Salarins á bjartasta degi ársins. Ekki missa af þessu undurfallega óvissuferðalagi.

Það var á Djasshátíð Reykjavíkur árið 2009 sem þeir Davíð Þór Jónsson og Eyþór Gunnarsson opinberuðu sitt samspil – sína tvíflygni – sem hafði fram að því að mestu farið fram fyrir luktum dyrum.

Til stóð að nokkrir íslenskir píanistar flyttu stuttar einleiksdagskrár í Norræna húsinu. Allir tóku vel í hugmyndina þegar til þeirra var leitað. Davíð Þór hringdi skömmu eftir að þetta var fastmælum bundið og tilkynnti að þeir Eyþór ætluðu að spila dúett. Djassdagskrárstjórinn fór beint í úrtöluhaminn og benti á að aðeins væri einn flygill i Norræna húsinu. “Haf þú engar áhyggjur af því” var svarið.

Þannig hófst það sem hefur verið likt við “impressjónískt ferðalag hrekkjóttra engla” (V. Linnet MBL 2009) og “óvissuferð á sjóskíðum aftan í stjórnlausum hraðbáti” (E.G. RÚV 2023). Tvíleikur Eyþórs og Davíðs er oft lyginni líkastur. En hann er líka alltaf sannur. Farangurinn skilinn eftir frammi. Strípað músíkalitet slaghörpuleikaranna einu spjarirnar. Í hverju ætli þeir verði?

Pétur Grétarsson

Dav­íð Þór er með­al fjöl­hæf­ustu tón­list­ar­manna lands­ins, jafn­víg­ur á pí­anó­leik, spuna, tón­smíð­ar og hljóm­sveit­ar­stjórn auk þess sem hann leik­ur á ógrynni hljóð­færa. Hann hef­ur leik­ið með flest­um tón­list­ar­mönn­um lands­ins og spil­að á tón­list­ar­há­tíð­um um all­an heim.

Eyþór Gunnarsson er einn atkvæðamesti tónlistarmaður Íslands. Hann hefur átt langt og farsælt samstarf við ógrynni tónlistarmanna úr flestum geirum tónlistar og er margverðlaunaður fyrir hljómborðs- og píanóleik sinn. Eyþór hefur spilað inn á vel á annað hundruð íslenskar hljómplötur og hefur einnig átt samstarf við fjölmarga erlenda tónlistarmenn og spilað á tónleikum um allan heim.

FRAM KOMA

Davíð Þór Jónsson

píanóleikari

Eyþór Gunnarsson

píanóleikari

Deildu þessum viðburði

10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
okt
Bókasafn Kópavogs
17
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

20
okt
Bókasafn Kópavogs
24
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
okt
Bókasafn Kópavogs
31
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

03
nóv
Bókasafn Kópavogs
10
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

09
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
24
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
30
okt
Salurinn
13
nóv
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

09
okt
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
15
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
23
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira