Diljá Finnsdóttir
B.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla
Diljá hóf fiðlunám í Tónlistarskólanum á Akureyri fjögurra ára gömul og útskrifaðist þaðan með framhaldspróf vorið 2020 undir handleiðslu Mögnu Guðmundsdóttur. Hún bætti við sig námi í víóluleik seinustu árin sín í Tónlistarskólanum hjá Eydísi S. Úlfarsdóttur og tók miðpróf vorið 2020.
Haustið 2021 hóf Diljá bakkalárnám í klassískri hljófærakennslu við Listaháskóla Íslands með víólu sem aðalhljóðffæri, þá undir leiðsögn Þórunnar Óskar Marinósdóttur. Í Listaháskólanum stundaði Diljá einnig nám í Skapandi Tónlistarmiðlun og útskrifaðist þaðan með BA gráðu vorið 2024.
Meðfram náminu hefur hún tekið þátt í og unnið að fjölbreyttum tónlistarverkefnum m.a. haldið tvö tónlistarnámskeið ásamt Magneu Tómasdóttur fyrir fullorðna einstaklinga með þroskahömlun. Þar að auki hefur hún unnið og leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarfólki bæði á tónleikum og í upptökum. Má þar nefna Ungfóníuna, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kordu Samfóníu, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Erasmus Orchestra og strengjakvartettinn Eyju.
Flytjendur
Diljá Finnsdóttir, víóla
Aladár Rácz, píanó
Sólrún Svava Kjartansdóttir, fiðla
Rún Árnadóttir, selló
