Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað.
Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Í vetrarfríinu leiðir ÞYKJÓ okkur inn í smiðju þar sem við látum fjöll rísa úr leir. Við þykjumst vera móðir náttúra, myndum dældir í fjallshlíðar og látum eldfjöll gjósa.