18.okt 20:00

Fegurð, stríð og samba

Salurinn

Tónleikaröðin TÍBRÁ er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogs og hefur skipað stóran sess í íslensku tónlistarlífi.
4 - 5 kr.

Magnþrungið tónlistarferðalag með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara og Liam Kaplan píanóleikara. Hér er allt tillfinningalitrófið spannað, frá  silfurtærri angurværð í Pastorale eftir bandaríska tónskáldið William Grant Still og yfir í ólgandi dramatík í fiðlusónötu Sergeis Prokofievs sem þykir eitt hans myrkasta og jafnframt áhrifamesta verk. Fjörugur sambataktur er innblásturinn að verki bandaríska tónskáldsins Jeff Scott en fjögur rómantísk fiðluverk Dvoraks búa yfir dáleiðandi fegurð sem lætur enga ósnortna.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

 

Um flytjendur:

Sigurbjörn Bernharðsson  heldur reglulega einleiks og kammertónleika ásamt því að halda Master klassa í Bandaríkjunum, Asíu Evrópu og á Íslandi  Síðan 2017 hefur hann starfað sem Prófessor í Fiðluleik í Oberlin Conservatory. Fram að því var hann meðlimur í Pacifica Strengjakvartettinum og spilaði um 90 tónleika árlega í mörgum af helstu tónleikasölum heims m.a Wigmore Hall, Wien Konzerthaus, Concertgebouw í Amsterdam, Alice Tully Hall, Carnegie  Hall í New York og Suntory Hall í Tókíó. Sigurbjörn hefur komið fram á mörgum af helstu  tónlistarhátíðum heims m.a Edinborgar hátíðinni, Ravinia, Aspen Music festival og Music@menlo Sigurbjörn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum og með Pacifica Kvartettnum eins og Grammy verðlaunin, Musical America Ensemble of the Year og The Avery Fisher Career styrkinn.

Hann hefur komið fram á tónleikum og í hljóðupptökum með listafólki  eins og Yo Yo Ma, Lynn Harell, Menahem Pressler,Marc Andre Hamilin, Leon Fleicher ,Jörg Widman, Emerson kvartettinum og meðlimum í Guarneri og Cleveland String Quartet. Sigurbjörn hefur tekið upp yifr 20 geisladiska. Núna síðast verk fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert.

Sigurbjörn hefur starfað sem Prófessor í fiðlu og kammertónlíst við The Jacobs School of music at Indiana University, University of Illinois og verið Artis in Residence við University of Chicato. Hann er listrænn stjórnandi HIMA og Cooper Alþjóðlegu fiðlukeppnina .

Hann lærði hjá  Gígju Jóhannsdóttur, Guðnýju Guðmundsdóttur, Roland og Almitu Vamos, Matias Tacke og Shmuel Ashkenasi. 

Liam Kaplan er píanóleikari og tónskáld frá Montclair, New Jersey, Bandaríkjunum. Liam er með bakkalárgráðu í píanóleik og tónsmíðum frá Oberlin, þar sem hann lærði hjá Alvin Chow og Stephen Hartke. Hann hefur komið fram sem einleikari með Aspen Conducting Academy Orchestra, Oberlin Orchestra og Oberlin Sinfonietta. Liam hefur gefið út tvær einleiksplötur. Annars vegar þar sem hann leikur seinni hluta Das Wohltemperierte Klavier og Goldberg afbrigðin eftir J.S. Bach og annars vegar þar sem hann leikur 8 Prelúdíur eftir hann sjálfan og Orpheus Suite eftir Elizabeth Ogonek.  Herdís Mjöll Guðmundsdóttir frumflutti nýjan fiðlukonsert eftir Liam árið 2020 með Oberlin Contemporary Music Ensemble undir stjórn Tim Weiss. Liam hefur unnið til verðlauna fyrir píanóleik og tónsmíðar. Hann var í fyrsta sæti í konsertkeppnum í Oberlin Conservatory og Aspen Music Festival auk þessa að vinna BMI verðlaun fyrir ung tónskáld árið 2019. Nánari upplýsingar um Liam er að finna hér: liamkaplanmusic.com.

FRAM KOMA

Sigurbjörn Bernharðsson

fiðla

Liam Kaplan

píanó

Deildu þessum viðburði

26
jan
Salurinn
23
feb
Salurinn
30
mar
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Salurinn

30
des
Salurinn
09
jan
Salurinn
11
jan
Salurinn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn

Sjá meira