07.júl 2018 13:00

Fjölskyldustund

Gerðarsafn

Eiga seiðkarlar og galdrakonur eitthvað sameiginlegt með nútíma vísindamönnum?

Eiga seiðkarlar og galdrakonur eitthvað sameiginlegt með nútíma vísindamönnum? Fjölskyldum er boðið að gera tilraunir og kynnast alvöru göldrum! Viðburðurinn fer fram í Geislahvelfingunni á útisvæði Menningarhúsanna.
Listahópurinn Endurhugsa mynda Vigdís Bergsdóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ágústa Gunnarsdóttir. Hópurinn fjallar um umhverfismál í gegnum list og leitast við að skapa aðstæður til þess að staldra við og velta fyrir sér óræðum og mögulega ósvaranlegum spurningum, í þeim tilgangi að dýpka skilning á samhengi og sambandi mannsins við umhverfi sitt. Í sumar starfa þær fyrir Menningarhúsin í Kópavogi og hafa sett saman þétta viðburðardagskrá; röð fyrirlestra og listauppákoma annan hvern miðvikudag ásamt Fjölskyldustundum og fræðslu annan hvern laugardag. Miðstöð Endurhugsa er annars vegar í Geislahvelfingunni, gróðurhúsi úr geisladiskum á útisvæði Menningarhúsanna og hinsvegar í Gerðarsafni þar sem þær hafa haldið kvöldviðburði sína.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Á heimasíðu er hægt að nálgast upplýsingar um frekari viðburði:
https://www.endurhugsa.com/home

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Salurinn
05
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
des
Gerðarsafn
06
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
07
des
Menning í Kópavogi

Sjá meira

Gerðarsafn

05
des
Gerðarsafn
10
des
Gerðarsafn
10
des
Gerðarsafn
12:15

Leiðsögn

18
des
Gerðarsafn

Sjá meira