Gerður Helgadóttir út frá feminískri listfræði

Gerðarsafn

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir fjallar um feril Gerðar Helgadóttur

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, listfræðingur, fjallar um ýmsa þætti í listferli Gerðar Helgadóttur með feminískri nálgun. Erindið fór fram í Salnum í Kópavogi og má sjá upptöku hér.
Feminísk listfræði (e. Feminist art history) á sér hálfrar aldar sögu. Upphafið má rekja til þeirrar viðleitni að varpa ljósi á listsköpun myndlistarkvenna og að sama skapi, þeirrar tilhneigingar að þagga niður framlag þeirra í karllægri listasögu. Í dag er Gerðar minnst sem merkrar myndlistarkonu í íslenskri listasögu sem naut viðurkenningar á erlendum og innlendum vettvangi á starfsferli sínum; er hún þá undantekningin sem sannar regluna þegar kemur að orðræðu um myndlistarkonur og framlagi þeirra? Hvernig var orðræðan um Gerði Helgadóttur hérlendis á sjötta áratugnum fram til 1975 ? Var hún álitin „meistari“ á sama hátt og starfsbræður hennar í myndlistinni?      

Hanna Guðlaug hefur unnið sem listfræðingur á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, kennt listfræði við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, verið fagstjóri í listfræði við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, ritað greinar og bókarkafla, haldið fyrirlestra hérlendis og erlendis og lauk fyrri hluta doktorsprófs í listfræði frá Sorbonne háskólanum í París árið 2013 (DEA). Hanna Guðlaug er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands og er viðfangsefnið að greina opinbera orðræðu um myndlist á Íslandi (frá lokum 19. aldar til 1960), með tilliti til kyngervis og feminískrar (kynjafræðilegrar) greiningar.

Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi Gerðarsafns sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
09
nóv
Gerðarsafn
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn

Sjá meira

Gerðarsafn

09
nóv
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
29
nóv
Bókasafn Kópavogs
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira