Hrífandi einleikstónlist fyrir gítar í flutningi Svans Vilbergssonar
EFNISSKRÁ
Daniele Basini
Nýtt verk (2024)
Jón Leifs (1899 – 1968)
Fughetta (Úts. S. Vilbergsson)
Jón Nordal (1926 – 2024)
Hvert örstutt spor (Úts. S. Vilbergsson)
Þorkell Sigurbjörnsson (1938 – 2013)
Heyr, himna smiður (Úts. O. Sigmundsson)
Bára Sigurjónsdóttir (1979)
Reykjavík, ó Reykjavík (2024)
Egill Gunnarsson (1966)
Nýtt verk , frumflutningur (2025)
-Hlé-
Claude Debussy (1862-1918)
Soireé dans Grenade
Manuel de Falla (1876-1946)
Homenaje: Pour Le Tombeau de Claude Debussy
(Til heiðurs Claude Debussy að honum látnum)
Isaac Albeniz (1860-1909)
Asturias
Granada
Rumores de la caleta
Svanur Vilbergsson hefur haldið einleikstónleika víða um heim, m.a. í Bandarikjunum, Hollandi, Spáni, Englandi, Belgíu og Írlandi. Á meðal verkefna hafa verið tónleikar á Inishowen International Guitar Festival á Írlandi, Grand Nordic Guitar Festival í Kaupmannahöfn, Classical Guitar Retreat á Skotlandi og Reykjavík Classics tónleikaröðinni í Eldborg Hörpu þar sem hann varð fyrsti klassíski gítarleikarinn til að spila einleik í þeim sal. Hann hefur komið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og á Spáni og var valinn fyrir Íslands hönd til þátttöku í norsk-íslenska menningarverkefninu Golfstraumurinn. Fjölmörg tónskáld hafa tileinkað honum verk og í febrúar 2014 frumflutti hann í Hörpu, ásamt Kammersveit Reykjavíkur, gítarkonsertinn Halcyon Days sem saminn var af tónskáldinu Oliver Kentish .
Árið 2011 kom út fyrsti einleiksdiskur Svans sem kallast Four Works og hefur honum verið einkar vel tekið. Svanur er meðlimur í Íslenska Gítartríóinu , sem tilnefnt var til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 og Stirni Ensemble sem hefur sérhæft sig í flutningi á íslenskri samtímatónlist. Hann kennir meðal annars klassískan gítarleik við Menntaskólann í tónlist og Listaháskóla Íslands.
Svanur hóf gítarnám sitt hjá Torvald Gjerde, Garðari Harðarssyni og Charles Ross við Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar og Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Sautján ára fór hann til Englands til náms við King Edwards VI menntaskólann í Totnes þar sem gítarkennari hans var Colin Spencer og útskrifaðist Svanur þaðan af tónlistar- og líffræðibraut árið 2001. Þaðan hélt hann til Spánar og sótti þar einkatíma hjá Arnaldi Arnarssyni við Escola Luther. Árið 2002 hóf Svanur nám hjá ítalska gítarleikaranum Carlo Marchione við Tónlistarháskólann í Maastricht og lauk þaðan B.Mus.-gráðu vorið 2006. Sama ár hóf hann mastersnám hjá Enno Voorhorst við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag sem hann lauk vorið 2008. Þá hefur hann einnig sótt tíma hjá Sonju Prunnbauer í Freiburg.