29.apr 12:00

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir

Salurinn

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir
BA Söngur

Hrafnhildur Eva stundaði nám við Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og lauk við skólann framhaldsprófi í söng undir handleiðslu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur vorið 2020. Veturinn 2019-2020 hlaut hún fullan námsstyrk fyrir skólagjöldum úr Minningarsjóði Vilhálms Vilhjálmssonar.

Hrafnhildur hefur sungið með Óperukór Reykjavíkur og er í söngleikja- og sviðslistakórnum Viðlagi þar sem hún fór með hlutverk Mikaelu í söngleiknum ,,Við erum hér” sem sýndur var fyrir fullu húsi frá okt’24 til feb’25.

Meðal annarra hlutverka sem hún hefur farið með eru: ein af Damigelle í La liberazione di Ruggiero dall’ isola di Alcina eftir Francesca Caccini, Papagena í Töfraflautunni eftir Mozart, Kálormurinn í Furðuveröld Lísu eftir John Speigt og Kata í Kysstu mig Kata eftir Cole Porter.

Hrafnhildur Eva hefur tekið þátt í frumflutningi kórverka og sungið einsöng á Óperudögum og er meðlimur í hljómsveitinni Korda sem hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 sem tónlistarviðburður ársins.

Einnig hefur hún dansbakgrunn sem hún hefur nýtt m.a. til þess að semja dansa og sviðshreyfingar fyrir uppfærslur hjá bæði söngleikja- og óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz og Söngdeild Listaháskóla Íslands.

Flytjendur

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

15
sep
Bókasafn Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

19
sep
Salurinn
21
sep
Salurinn
24
sep
Salurinn
25
sep
Salurinn
26
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira