27.nóv 12:15 - 13:00

Hver er framvinda jarðfræðirannsókna í Surtsey

Náttúrufræðistofa Kópavogs | Gerðarsafn | Menning í Kópavogi

Verið velkomin á fræðsluerindi í Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Að þessu sinni fræðir Birgir Vilhelm Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands okkur um þróun jarðfræðirannsókna í Surtsey, sem fagnaði 60 ára afmæli árið 2023.

Með nýjustu tækni, þar á meðal drónum og flugvélum, geta vísindamenn nú kortlagt eyjuna af mikilli nákvæmni. Með stuðningi eldri loftmynda er unnt að búa til hæðarlíkön og greina rof og setmyndun í eynni allt frá upphafi gossins. Þessi gögn dýpka skilning okkar á myndun og mótun eldfjallaeyja eins og Surtsey og á náttúruöflunum sem þar starfa, sem hjálpar til við að spá fyrir um framtíð eyjunnar. Fjöldi merkra uppgötvana hefur átt sér stað í Surtsey sem hafa komið vísindamönnum á óvart, og nýlega vakti fundur steingerðra fótspora í móberginu mikla athygli landsmanna, þar sem getgátur um eiganda sporanna fóru á flug. Þetta sýnir að Surtsey heldur áfram að koma okkur á óvart með nýjum og spennandi fundum.

Við bendum einnig á að um þessar mundir stendur yfir sýningin Óstöðugt land, hjá nágrönnum okkar í Gerðarsafni, sem er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar.

Öll velkomin og ókeypis aðgangur!

Viðburðurinn er liður í Menningu á miðvikudögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar

Deildu þessum viðburði

05
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Náttúrufræðistofa Kópavogs

22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn
25
jan
Gerðarsafn
26
jan
Gerðarsafn
29
jan
Gerðarsafn
19
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira