18.maí 15:00 - 16:00

Innsýn í grafíklist | Alþjóðlegi safnadagurinn

Gerðarsafn

Gerðarsafn
Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum 18. maí fjallar Valgerður Hauksdóttir um grafíklist og mismunandi aðferðir innan miðilsins. Á sýningunni Barböru má sjá grafíkverk frá upphafi ferils Barböru Árnason en hún var einn frumkvöðla grafíklistar á Íslandi. 

Barbara kynntist grafík í listaskólanum í Winchester og kom fljótlega í ljós að hún hafði einstaka hæfileika í því að ná fram ótrúlegum smáatriðum í tréstungum sínum en tréstungan gerir miklar kröfur til þeirra listamanna sem fást við hana. Barbara lagði málmristu og tréstungu fyrir sig síðustu tvö árin í Royal College of Art í London og verk hennar frá þessum tíma sýna að Barbara hafði nú þegar náð framúrskarandi tökum á tréstungulistinni. Stuttu síðar var Barbara tekin inn í breska grafíkfélagið yngst allra félaga til þessa.

Valgerður Hauksdóttir er myndlistarmaður og grafíklistamaður. Hún er með meistaragráðu frá University of Illinois – Champaign / Urbana og BFA frá University of New Mexico – Albuquerque. Hún hefur starfað við kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum, Listaháskóla Íslands og Indiana University. Hún hefur sýnt verk sín víða bæði hér heima og erlendis.

Aðgangur er ókeypis í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum. Verið öll hjartanlega velkomin!

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Menning í Kópavogi
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
24
maí
Gerðarsafn
15
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn

Sjá meira