29.apr 2025 20:00

Katrín Karítas Viðarsdóttir

Salurinn

Katrín Karítas Viðarsdóttir
B.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla

Katrín Karítas hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akureyri þegar hún var fimm ára gömul. Þar æfði hún á píanó, fiðlu og síðan víólu en víólan er hennar aðal hljóðfæri í dag. Haustið 2021 hóf hún bakkalár nám við Listaháskóla Íslands í Klassískri hljóðfærakennslu á víólu undir leiðsögn Þórunnar Óskar Marinósdóttur. Eftir nýnemaferðina snemma á fyrstu önn sá Katrín hvað tónlist hefur upp á margt að bjóða og ákvað því að stunda einnig nám við Skapandi tónlistarmiðlun en hún útskrifaðist af þeirri námsleið síðastliðið vor. Þar sem hún gat ekki sagt skilið við klassíkina ákvað hún að taka auka ár og ljúka einnig kennaranámsleiðinni og lýkur henni með þessum tónleikum.

Katrín hefur starfað sem forskólakennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar síðustu tvo vetur ásamt því að hafa skipulagt og kennt skapandi sumarnámskeið, ásamt vinkonu sinni Svövu Rún Steingrímsdóttur, sem partur af hátíðinni Við Djúpið á Ísafirði. Námskeiðið lagði áherslu á tónlistarleiki, söng og aðferðir við að semja tónlist og spuna. Markmið námskeiðsins var að efla tónlistarþekkingu barna og kynna þau fyrir nýjum og skemmtilegum hliðum tónlistarinnar.

Einnig hefur Katrín spilað í mörgum hljómsveitum líkt og Korda Samfónía, Ungfóníunni, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Flytjendur
Katrín Karítas Viðarsdóttir, víóla
Aladár Rácz, píanó
Margrét Lára Jónsdóttir, fiðla
Arnar Geir Halldórsson, selló
Oliver Rähni, píanó

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

31
jan
Salurinn
31
jan
Bókasafn Kópavogs
31
jan
Bókasafn Kópavogs
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

02
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Gerðarsafn
04
feb
Náttúrusafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

31
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

06
feb
06
feb
Salurinn
06
feb
Salurinn
06
feb
Salurinn
07
feb
02
nóv
Salurinn
15
feb
Salurinn
19
feb
Salurinn
25
feb
Salurinn

Sjá meira