Kristrún Guðmundsdóttir
B.Mus. Söngur
Kristrún Guðmundsdóttir hóf nám í fiðluleik sjö ára gömul í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún fór einnig snemma að syngja í kórum og var lengst í Stúlknakór Reykjavíkur. Formlegt söngnám Kristrúnar hófst í janúar 2021 í Söngskóla Sigurðar Dementz undir handleiðslu Signýjar Sæmundsdóttur og Antoniu Hevesi.
Vorið 2022 lauk hún miðprófi í klassískum einsöng áður en ferðinni var heitið í Listaháskólann. Kennarar hennar eru þau Dísella Lárusdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson og Matthildur Anna Gísladóttir auk gestakennara.
Í Listaháskólanum fór hún með hlutverk Zweite Knabe í Der Zauberflöte eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Alfred og Idu í Die Fledermaus eftir Johann Strauss yngri auk ýmissa hlutverka í óperusenuuppsetningum skólans. Samhliða náminu starfaði Kristrún sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju og sinnti þar meðal annars störfum aðstoðarkórstjóra Barnakórs Neskirkju. Hún söng einnig í kórnum og var einsöngvari þar sem hún frumflutti verk eftir Steingrím Þórhallsson, kórstjóra og organista Neskirkju. Hún og Steingrímur Þórhallsson héldu einnig tónleikana „Píanótónlist og sálmar á vetrarsólstöðum“ í árslok 2023.
Flytjendur
Kristrún Guðmundsdóttir, söngur
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
