29.apr 13:00

Kúltúr klukkan 13 | Innlit í listaverkageymslu

Gerðarsafn

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er beint heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina og eru haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Miðvikudaginn 29. apríl kl. 13 verður útsending frá Gerðarsafni þar sem Halla Oddný Magnúsdóttir lítur í listaverkageymslu Gerðarsafns í fylgd Brynju Sveinsdóttur sýningarstjóra sem mun ræða um valin verk eftir Gerði Helgadóttur, Barböru Árnason og Valgerði Bríem.

Gerðarsafn er eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu, Gerði Helgadóttur. Listaverkaeign safnsins geymir meðal annars um 1400 verk eftir Gerði Helgadóttur, um 100 verk eftir Barböru Árnason og um 1600 teikningar eftir Valgerði Briem. 

Brynja Sveinsdóttir er sýningarstjóri og verkefnastjóri safneignar í Gerðarsafni. Brynja hefur unnið að gerð sýninga frá útskrift, bæði sjálfstæðra sýningarverkefna og í starfi hjá listasöfnum. Hún starfaði sem aðstoðarmaður sýningarstjóra í Moderna Museet 2014 og verkefnastjóri sýninga og safnfræðslu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur áður en hún hóf störf hjá Gerðarsafni. Brynja hefur stundað kennslu við myndlistar- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands og Ljósmyndaskólann frá árinu 2016.

Hægt verður að sjá viðburðinn í gegnum forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
04
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Gerðarsafn
05
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

04
sep
Gerðarsafn

Sjá meira