20.sep 11:00 - 13:00

Langar þig í sveppamó?

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Guðmundarlundur

Laugardaginn 20. september stendur Náttúrufræðistofa Kópavogs fyrir sveppagöngu frá kl. 11-13.

Við hittumst við Gamla húsið í Guðmundarlundi (húsið næst bílastæðinu) kl. 11 þaðan sem Jóhannes Bjarki Urbancic vistfræðingur og forsvarsmaður Sveppafélagsins leiðir fræðsluna. Takið með körfu eða annað hart ílát undir sveppina og vasahníf eða lítinn hníf til að hreinsa þá. Gaman er fyrir þau sem eiga að hafa sveppabók og stækkunargler meðferðis.

Þátttakendur eru beðnir um að klæða sig eftir veðri og vera viðbúnir að ganga á ójöfnu undirlagi. 

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af Menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. 

Um Sveppafélagið: 
Sveppafélagið var stofnað í febrúar 2025 í þeim tilgangi að vera umboðmaður og bakhjarl sveppa. Lengi hafði vantað rödd sem talar máli sveppa á Íslandi og félagið var stofnað í þeim tilgangi. Það felur í sér að vekja athygli á málefnum sveppa, styðja við sjálfbæra nýtingu þeirra, auka við þekkingu á sveppum og tala fyrir verndun þeirra þar sem við á. 

Öll velkomin.

Deildu þessum viðburði

20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
18
okt
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
15
nóv
Bókasafn Kópavogs
13:00

Luktasmiðja

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
04
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Gerðarsafn
05
sep
Salurinn
20:30

Belonging?

05
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Náttúrufræðistofa Kópavogs

20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira