26.okt 17:00

Leiðsögn listamanna | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Gerðarsafn

Sýningarsalir á efri hæð

Verið velkomin á leiðsögn listamanna með Claire Paugam, Elísabetu Brynhildardóttur og Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar Fimmtudaginn langa, 26. október kl. 17:00 í Gerðarsafni en þær eiga verk á sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr.
Á Fimmtudeginum langa bjóða listasöfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma og sérvalda viðburði og er Gerðarsafn opið til 21:00. Veitingastaðurinn Krónikan er einnig opinn til 21:00.

Sýningaröðin Skúlptúr/Skúlptúr er nú haldin í fimmta skiptið í Gerðarsafni þar sem leitast er við að kanna hver staða höggmyndalistar sé í samtíma okkar. Sýningaröðin kannar þróun þrívíðrar myndlistar með vísunum í frumkvöðlastarf Gerðar Helgadóttur (1928-1975) innan íslenskrar höggmyndalistar. Titillinn vísar til sýningarinnar Skúlptúr/skúlptúr/skúlptúr, samsýningu 29 listamanna sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 og gaf veigamikið yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma.

Þessi fimmta sýning í röðinni hér í Gerðarsafni er með öðru sniði en áður þar sem leitast er við að taka stöðu á skúlptúrnum í dag með samsýningu tíu listamanna. Enginn einn samnefnari er með þeim listamönnum sem taka þátt í sýningunni en í samtali verka þeirra má finna forvitnilegar vísanir í stöðu skúlptúrsins sem listmiðils, möguleika hans og samband við samtíma okkar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

23
des
Gerðarsafn
11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira