09.jún 13:00 - 14:00

Leiðsögn sýningarstjóra | Hjartadrottning og Tölur, staðir

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á leiðsögn Heiðars Kára Rannverssonar um sýningarnar Hjartadrottning og Tölur, staðir sunnudaginn 9. júní kl. 13:00 í Gerðarsafni. Heiðar Kári er sýningarstjóri sýninganna beggja.


Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning. Verk Sóleyjar eru ekki málverk í hefðbundnum skilningi heldur fljóta á mörkum hins tvívíða og þrívíða forms. Grunnur þeirra er heldur ekki strigi heldur tauservíettur hertar með epoxí og akrylmálningu. Hér mætti tala um útvíkkað málverk en verkin eru líka undir sterkum áhrifum frá Pattern & Decoration hreyfingunni sem var virk í Bandaríkjunum á 8. áratug síðustu aldar, en er lítt þekkt hér á landi. Listafólk hreyfingarinnar, mestmegnis konur, upphóf handverkshefðir og tileinkaði sér hið skrautlega form og hugsun, sem listrænt mótvægi við karllæga hreinlínustefnu módernismans.

Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát og óhlutbundin innsetning sem leiðir hugann að verkum í anda geómetríu eða naumhyggju. En þrátt fyrir sparsamt efnisval og framsetningu má við nánari athugun greina flókna hugmyndalega nálgun á sjálft skúlptúrformið.

Heiðar Kári Rannversson (b. 1982) er listfræðingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hann var deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn frá 2018-2022 og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur frá 2013-2016. Undanfarin tíu ár hefur Heiðar Kári unnið fjölmörg rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir innlendar og erlendar liststofnanir, m.a. Nýlistasafnið, Hafnarborg, Listasafn Íslands og Myndlistarmiðstöð. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla- og Listaháskóla Íslands um árabil. Heiðar Kári hlaut MA próf í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 eftir BA nám í Listfræði við Háskóla Íslands og Arkitektúr við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið formaður Listfræðafélags Íslands frá árinu 2023.

Deildu þessum viðburði

22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
03
maí
08
jún
Salurinn
21
maí
Bókasafn Kópavogs
02
jún
Bókasafn Kópavogs
03
jún
Bókasafn Kópavogs
04
jún
Bókasafn Kópavogs
04
jún
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Sólskoðun

06
jún
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Salurinn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Menning í Kópavogi
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
24
maí
Gerðarsafn
15
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn

Sjá meira