Leiðsögn um Skúlptúr/Skúlptúr

Gerðarsafn

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, listheimspekingur, verður með leiðsögn um sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Aðalheiður Lilja er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og nefndarstörfum á Norðurlöndum og í Frakklandi. Rannsóknir Aðalheiðar Lilju eru meðal annars á sviði bókverkagerðar myndlistarmanna og kynjafræða. 

Árið 2023 gegnir Aðalheiður rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu en Aðalheiður vinnur um þessar mundir að rannsókn á list Borghildar Óskarsdóttur.

—–

Sýningaröðin Skúlptúr/Skúlptúr er nú haldin í fimmta skiptið í Gerðarsafni þar sem leitast er við að kanna hver staða höggmyndalistar sé í samtíma okkar. Sýningaröðin kannar þróun þrívíðrar myndlistar með vísunum í frumkvöðlastarf Gerðar Helgadóttur (1928-1975) innan íslenskrar höggmyndalistar. Titillinn vísar til sýningarinnar Skúlptúr/skúlptúr/skúlptúr, samsýningu 29 listamanna sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 og gaf veigamikið yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Þessi fimmta sýning í röðinni hér í Gerðarsafni er með öðru sniði en áður þar sem leitast er við að taka stöðu á skúlptúrnum í dag með samsýningu tíu listamanna. Enginn einn samnefnari er með því listafólki sem tekur þátt í sýningunni en í samtali verka þeirra má finna forvitnilegar vísanir í stöðu skúlptúrsins sem listmiðils, möguleika hans og samband við samtíma okkar.

Listamenn eru Andreas Brunner, Anna Líndal, Claire Paugam, Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Ingrid Ogenstedt, Ívar Glói Gunnarsson Breiðfjörð, Martha Haywood og Raimonda Sereikaitė.

Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Cedet Gaihede.

Deildu þessum viðburði

02
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
06
mar
Bókasafn Kópavogs
06
mar
Gerðarsafn
07
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
mar
Bókasafn Kópavogs
08
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
09
mar
Bókasafn Kópavogs
09
mar
Gerðarsafn
10
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

10
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
06
mar
Gerðarsafn
09
mar
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn

Sjá meira