29.ágú ~ 05.sep

Melodic Embrace | Emil Gunnarsson

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Melodic Embrace er gagnvirkur tónskúlptúr sem skapaður er úr stálpípum og við.
Skúlptúrinn býður gestum að hjúfra sig í hljóðrænum faðmi, leika sér, finna ró og spila tóna sem skapa eins konar hljómhvelfingu. Sefandi samhljómur pípanna skapar ákafa samræðu við hljóðmyndir umhverfisins, fuglasöng og barnahlátur, og örvar hugleiðingar um hljóðrænan griðastað. Melodic Embrace endurómar tónlistaruppeldi Emils en víkur frá hefðbundnu klassísku námi hans með notkun pentatónísks tónstiga. Nokkrir geta samtímis spilað á skúlptúrinn og frá öllum hliðum, og býður hann upp á tilviljanakenndar tónsmíðar og hljóðrænar samræður.

Emil hóf myndlistanám í MICA í Baltimore í Bandaríkjunum og lauk BA-prófi í myndlist frá Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2023. Nú stundar hann meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann er þverfaglegur listamaður sem kannar og ávarpar viðfangsefni á borð við sjálfsígrundun, líkamleika og samspil náttúrulegs og félagslegs umhverfis með gagnvirkum þrívíðum innsetningum og gjörningum.

LISTAFÓLK

Emil Gunnarsson

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

28
júl
Bókasafn Kópavogs
29
júl
Bókasafn Kópavogs
30
júl
Bókasafn Kópavogs
30
júl
Bókasafn Kópavogs
01
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira

Gerðarsafn

06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira