27.ágú 13:00 - 16:00

Millimál

Menning í Kópavogi

Safnatúnið

Hundum og förunautum þeirra er boðið að snæða Millimál á Hamraborgar Festivali. Á boðstólum verða smáréttir sem henta dýrum af hunda- og mannkyni á sérhönnuðum borðbúnaði.

Viðburðurinn er liður í rannsóknarmiðuðu verkefni Agnesar Ársæls og Önnu Andreu Winther þar sem samvist hunda og manna í nútímanum er skoðuð í gegnum fæðu. Millimálið er stund sem brýtur upp daginn, hlé þar sem hægt er að staldra við og njóta með sjálfum sér eða í samneyti við aðra. Hvernig birtist þetta óformlega uppbrot í lífi heimilishunda og er möguleiki á að gefa því aukið vægi sem tengslamyndunartækifæri í hversdeginum?

Agnes Ársæls (f. 1996) og Anna Andrea Winther (f. 1993) eru myndlistarmenn sem búa og starfa í Reykjavík. Samstarf þeirra hófst eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands 2018 en það einkennist af gagnrýnum leik og sambandi manns við umhverfi sitt.

Anna Andrea útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2022 og Agnes stundar nú meistaranám í sýningarstjórnun við Háskóla Íslands. Báðar hafa sýnt verk sín bæði hérlendis og erlendis en einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum verkefnum.

Staðsetning: Safnatúnið
Instagram: @agnes.arsaelsdottir @annaandreaw
Vefsíður: agnesar.com annawinther.com

Myndasafn

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Menning í Kópavogi

15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira