Pálmi Sigurhjartarson & Stefanía Svavarsdóttir / Tónleikar í Salnum. Pálm Sigurhjartarson og Stefanía Svavarsdóttir hafa sem dúett leikið og sungið sig inn í hjörtu landsmanna sem og erlendra tónleikagesta, bæði með yfirgrips mikilli þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar sem og túlkun í hæsta gæðaflokki. Síðastliðið ár hafa þau vakið mikla athygli í tónleikaröðinni Midday Music sem farið hefur fram í Eldborgarsal Hörpu og hljóðrituðu þau tónleikaplötu sína ,, Up Close On Stage ‘’ á sviði Eldborgar í ágúst 2024 og er platan fáanleg á vinyl og aðgengileg á Spotify. Nú mæta þau í fyrsta sinn saman sem dúett í Salinn í Kópavogi og má búast við rafmagnaðri stemningu á órafmögnuðum tónleikum hjá þessum mögnuðu listamönnum.